Örvitinn

Fyrirgefning Gvuðs

Ávarp biskups við setningu kirkjuþings

Biskup gerði stefnumótun þjóðkirkjunnar að umtalsefni og sagði að stefnumótunarferlið sýndi að þjóðkirkjan væri opin kirkja sem allir rúmuðust innan.

„Hún er verkfæri Guðs til að ná til hvers og eins með boðskapinn um fyrirgefningu Guðs og frið.“

Hvað er Gvuð að fyrirgefa?
Gerði einhver eitthvað sem hann mátti ekki? Hver þá og hvernig tengist það Gvuði? Getur Gvuð ekki bara fyrirgefið þeim aðila og hætt að bögga okkur hin með þessu, varla berum við ábyrgð á gjörðum einhverra sem tengjast okkur ekki á neinn hátt.

Fyrirgefið, ég skil þetta ekki.

kristni
Athugasemdir

Halldór E. - 20/10/03 13:14 #

Blessaður, það er grunnstef í kristinni trú að "allir hafi syndgað og skorti Guðs dýrð", þannig hafi allir menn brotið gegn vilja Guðs og þurfi á fyrirgefningu hans að halda. Það er sú fyrirgefning sem biskup er að vísa til. Hins vegar eru orð hans fullkomlega merkingarlaus ef:

a) því er trúað að enginn Guð sé til (og ekki einu sinni Gvuð). b)því er trúað að manneskjan geti orðið fullkominn og alltaf tekið réttar siðferðilegar ákvarðanir undir öllum kringumstæðum.

Þannig að ef þú telur að annað hvor eða báðir liðirnir eigi við þig, þá hlýtur þú einfaldlega að sniðganga orð biskups og komast að þeirri niðurstöðu að þó kirkjan sé þér opin þá langi þig ekki að vera þar.

Matti Á. - 20/10/03 13:24 #

Vissulega fellur lífskoðun mín undir fyrri liðinn en ekki þann síðari. Ég tel einmitt að manneskjan sé ófullkominn og dæmd til að taka siðferðilega rangar ákvarðanir. Hér þarf vonandi ekkert smátt letur til að koma í veg fyrir að menn oftúlki notkun mína á orðinu "dæmd" :-)

Ég hef örlitla þekkingu á Kristni, þrátt fyrir að sumir haldi annað, og veit vel af hugmyndinni um að "allir hafi syndgað og skorti Guðs dýrð". Mér þykir hún bara svo... asnaleg :-)

Ég reyni að sniðganga orð Biskups, í alvöru ég reyni. En þið viljið ekki leyfa mér að gera það. Þið viljið ekki einu sinni leyfa börnunum mínum að gera það.

Ég hef ekkert á móti því að þú og Biskup trúið einhverju. Þið virðist aftur á móti stundum vera mikið á móti því að ég og mínir trúum því ekki.

Það er kjarni málsins :-)

Halldór E. - 20/10/03 14:01 #

Blessaður Matti, ég biðst afsökunar á að trufla þig í vinnunni, en mig langar að ítreka það að ég hef ekkert á móti "ekki-trú" þinni og ég veit vel að þú veist hitt og þetta um kristna trú - þú átt bara eftir að frelsast og það kemur :-) .

Hins vegar er ég ekki tilbúin til að samþykkja að "Ekki-trú" þín, komi í veg fyrir "eðlilegt" trúarlíf barna í leikskólum í Seljahverfi. Ég upplifi baráttu þína gegn prestum í leikskólum ekkert ósvipað upplifun þinni sem þú lýsir með orðunum:

Ég hef ekkert á móti því að þú og Biskup trúið einhverju. Þið virðist aftur á móti stundum vera mikið á móti því að ég og mínir trúum því ekki.

Matti Á. - 20/10/03 20:29 #

Ég er að ná tökum á því að hundsa komment á vinnutíma þannig að þetta gerir ekkert til.

Stóra vandamálið er að við höfum mismunandi skoðun á því hvað telst hlutleysi. Þú og ýmsir aðrir trúmenn virðist telja að hlutleysi í trúmálum sé í raun það sama og trúleysi. Með því að boða ekki eða fjalla ekki um kristni í leikskóla sé með öðrum orðum verið að boða ekki trú.

Einnig finnst mér einkennilegt, í ljósi þess að þið trúmenn virðist sannfærðir um að íslendingar séu afskaplega kristnir og að krisnir siðir séu hér í aðalhlutverki, að þið skulið telja nauðsynlegt að fá presta inn á leikskólana. Ég hefði haldið að í þessu afskaplega kristilega umhverfi ættu leikskólakennarar næstum því sjálfkrafa að kenna börnunum góða kristna siði.

Ég hefði skilið þörfina fyrir inngrip presta ef samfélagið væri einmitt ekki sérlega kristið ;-)

Halldór E. - 20/10/03 21:26 #

Blessaður, þakka þér fyrir. Ég verð að viðurkenna að þröng sýn mín á þjóðkirkjuna sem prestakirkju veldur þessu einkennilega viðhorfi um mikilvægi presta.

Auðvitað er það rétt hjá þér að "óskandi" væri að leikskólakennararnir önnuðust þetta sjálfir, líkt og er t.d. í leikskóla dóttur minnar (sem er einkarekinn) en þrátt fyrir að viljinn sé til staðar þá lifum við í þjóðfélagi sérfræðinga og leikskólakennarar virðast margir hverjir hræddir við að eiga frumkvæði að kristnifræðslu en taka hins vegar prestunum fagnandi.

En athugasemd þín er hins vegar mjög verð skoðunar.

Matti Á. - 20/10/03 22:49 #

...leikskólakennarar virðast margir hverjir hræddir við að eiga frumkvæði að kristnifræðslu...

Þú misskilur mig. Það sem ég á við er að þið Þjóðkirkjumenn teljið samfélag okkar gegnsýrt af Kristnu siðferði, Biskup talar ítrekað um þetta þessa dagana.

Ef svo er, sé ég ekki að það þurfi að kenna kristinfræði í leikskóla, því leikskólinn hlýtur að vera gegnsýrður eins og samfélagið allt (að ykkar mati).

Ég gæti skilið áhuga ykkar á kristinfræðikennslu ef þið telduð að samfélagið væri ekki litað af kristnum gildum.

Eyrún - 21/10/03 08:31 #

Ég er búin að fylgjast aðeins með skoðanaskiptunum hérna og get ekki orða bundist. Halldór segir að hann vilji ekki að trúlausir prangi "ekki trú" sinni upp á sig en ólmur vill að pranga "trú" sinni upp á alla aðra!! Ég hélt að jafnt ætti að ganga yfir alla. Ég trúi ekki, ég er samt bæði fermd og skýrð en eftir að hafa kynnt mér málin sá ég að þetta hentaði mér engan veginn. Það sem ég vil ekki er að trúfólk eins og Halldór sé að pranga sinni trú upp á mig og að sama skapi reyni ég ekki að láta fólk sjá ljósið með að þetta geti ekki staðist.

Mér finnst það vera fjölskyldunnar mál að sinna trúaruppeldi ef hún óskar þess, en þar sem það er trúfrelsi á landinu þá vil ég ekki sjá almennt trúboð í leikskólum og skólum. Þá væri alveg eins hægt að fara að stunda trúboð fyrir Islam, ásatrú eða jafnvel "ekki-trúboð" fyrir trúleysi. Hvað ætli trúarfólki þætti um það??

Halldór E. - 21/10/03 09:44 #

Blessuð,

Eyrún, þannig er að fyrir mér er annað hvort til staðar boðun trúar í einhverjum skilningi eða ekki boðun trúar. Einhvers konar hlutleysi er að mínu viti illmögulegt, líkast til ómögulegt. Um það snýst viðhorf mitt og því er það mín skoðun að leikskóli geti ekki verið rekinn án þess að til staðar sé einhvers konar trúarkerfi/heimspekikerfi sem litar starfsemi skólans. Af þeim sökum tel ég eðlilegt að trúarkerfi meirihlutans móti starfsemina. Þetta viðhorf mitt er að sjálfsögðu háð því hvernig ég horfi á trú mína, og það er ekkert að því að einhverjir aðrir hafi aðrar skoðanir.

Hvað athugasemd þína varðar Matti, þá er það svo að kristin trú er meira en siðferðið og þarfnast ekki bara atferlis heldur líka ákveðinnar fræðslu. Það er þetta fræðsluhlutverk sem að prestar og aðrir kirkjunnar menn hafa tekið að sér.

eva - 21/10/03 10:37 #

Ég hef tjáð mig um leikskólatrúboðið á annálnum mínum.

Hvað fyrirgefninguna varðar þá hefur mér alltaf þótt það furðulegt að biðja æðri máttarvöld fyrirgefningar, jafnvel þótt maður trúi á þau. Ef ég skil orðið rétt, þá merkir fyrirgefning í rauninni að sá sem á eitthvað sökótt við mann tekur meðvitaða ákvörðun um að leggja sig fram um að láta þá atburði ekki framar raska hugarró sinni og þar með er sökudólgurinn leystur undan sektarkenndinni og tekinn í sátt. Það hlýtur þannig að liggja í hlutarins eðli að fyrirgefning er ekki í valdi neins annars en þess sem brotið er gegn. Ég myndi aldrei biðja Palla fyrirgefningar á einhverju sem ég gerði á hlut Sigga, hversu sek sem ég væri, svo hvernig getur það leyst mig undan sekt minni að vera sem er of fullkomin til að láta mannlega veru raska hugarró sinni, ákveði að fyrirgefa mér. Fyrirgefið ef ég særi trúartilfinningu ykkar, það er hreint ekki ætlun mín, en er ekki einhver rökvilla í þessu?

Matti Á. - 21/10/03 10:42 #

Eva, ég bætti inn vísunum á annálinn þinn fyrir þá sem ekki vita hvar hann er :-)

Vonandi er í lagi að ég krukkaði í athugasemdinni.

eva - 21/10/03 10:48 #

Já já, það er bara fínt. Ég er svo tölvufötluð sjálf að ég átta mig ekki á því hvernig þetta er gert á síðunni þinni.

Ivar - 21/10/03 15:58 #

Að fara með trúarlegan áróður inn á leikskóla og segja börnunum frá Ésú, er álíka og að stjórnmálaflokkarnir fái að segja börnunum frá Davíð eða Steingrími J. semsagt alls ekki við hæfi.

Unnur - 21/10/03 22:36 #

Ívar mér finnst athugasemdnin þín svo fyndin að þú getur ekki einu sinni byrjað að ímynda þér það :D

Eggert - 22/10/03 10:42 #

Ég er nú sosum enginn sérfræðingur í kristinni trú, verandi enginn trúmaður sjálfur, en ég held ég skilji það þannig að ástæða þess að þú biður guð fyrirgefningar er sú að með því að gera x og y, sértu að syndga gagnvart guði, og þú þurfir því að biðja guð fyrirgefningar á því hversu ófullkominn og ómerkilegur þú sért.
Þetta firrir mann samt engri ábyrgð gagnvart þeim sem hafa fengið að líða fyrir gjörðir manns, en er frekar yfirlýsing til æðri máttarvalda um iðrun. Vist í helvíti er einhversstaðar í spilunum ef maður iðrast ekki. Áður fyrr þurfti maður líka að borga kirkjunni, til þess að sýna fram á einlæga iðrun sína.

Eggert - 22/10/03 10:45 #

Bah. Ég var að endurtaka brenglaða mynd af því sem Halldór skrifaði í fyrstu athugasemd.

Freyr - 23/10/03 10:08 #

Áður fyrr þurfti maður líka að borga kirkjunni, til þess að sýna fram á einlæga iðrun sína.

Ég veit ekki betur en að við séum enn að því, með skattpeningunum okkar.

Thorkr - 27/10/03 20:21 #

Halldor E. skrifaði Einhvers konar hlutleysi er að mínu viti illmögulegt...

"Guð" er ónauðsynleg tilgáta. Það er líka ónauðsynlegt að halda henni að börnunum manns. Við sem borgum fyrir barnagæslu eða kennslu eigum væntanlega rétt á því að óhollum fyrrum (að okkar mati) sé ekki haldið að börnunum okkar.