Örvitinn

Uppþvottavél endurheimt

Fórum eftir vinnu og sóttum uppþvottavélina úr viðgerð. Réttara sagt, sóttum hana úr ekki viðgerð þar sem ekki tókst að endurframkalla bilunina á verkstæðinu. Ég er að vona að vélin hafi lagast við flutningin, eða kannski þurfti bara að taka hana úr sambandi :-)

Ég þurfti ekkert að borga fyrir þetta og er afskaplega ánægður með þjónustuna á verkstæðinu hjá Ormsson. Ýmsir hefðu rukkað mann fyrir vesenið.

Mikið er ég feginn að vera kominn með uppþvottavélina aftur, búinn að setja eina umferð í hana. Ég er orðinn afskaplega leiður á uppvaskinu, var eitthvað að reyna að telja mér trú um að það væri lítið mál að vaska upp. Bull, það er stórmál að vaska upp.

dagbók