Örvitinn

Er upprisa Krists eitt frægasta atvik mannkynssögunnar?

Ég veit ekki afhverju en ég var að rápa um vef kristilega íhaldsmannsins Stefáns Einars og rakst á nokkrar perlur. Framtíð Sjálfstæðisflokksins og Þjóðkirkjunnar er augljóslega björt!
Í einni færslu segir Stefán frá því að hann sé að lesa um upprisu Krists.

Í dag hef ég verið að lesa um upprisu Krists, söguna í kringum upprisuna, túlkanir, úrtölur og annað sem hlýtur að tengjast þessum, einum frægasta atburði mannkynssögunnar.
Trúir Gvuðfræðineminn því að Jesú hafi verið til í alvörunni?

Hvað er eiginlega kennt í Gvuðfræði? Kemst fólk virkilega í gegnum þetta nám trúandi á tilvist Jesú? Stefáni er svosem vorkunn, hann er á fyrsta ári. Síðar í náminu er vafalítið hlaðið á nemendur helstu gagnrýni á Kristni.
Einmitt.

Kannski er þetta misskilningur og Stefán meinti "einni frægustu sögu mannkynssögunnar". Það er líka allt annað mál.
Ef hann meinti þetta í alvörunni hlýt ég að spyrja hvaða aðrir atburðir koma til greina. Brottrekstur Adams og Evu úr aldingarðinum, syndaflóðið eða jafnvel sköpun jarðar.

kristni
Athugasemdir

Bjarni Örn - 29/10/03 02:31 #

Vinkona mín sagði mér frá því að hún hafi verið að kaupa fermingargjöf í fyrra. Hún fór inn í skartgripaverslun og var þar ung stúlka að afgreiða. Vinkona mín bað um hálsmen með krossi. Hún fékk nokkur til að skoða. Síðan sagði stúlkan við hana "Við eigum líka svona krossa með manni á!". Stúlkan var annað hvort ekta trúleysingin eða bara ekki ljós á öllum perunum hjá henni.

JBJ - 29/10/03 08:14 #

Var ekki komið samkomulag um það að Jesú hefði nú verið til? Ég hélt að hann hefði nú bara verið enn einn prédikarinn, reyndar mun mýkri en flestir hinna.

Hann væri bara það óheppinn að orð hans hefðu oft verið rangtúlkuð og eignuð Guði of mikið?

Einar Örn - 29/10/03 09:10 #

Nákvæmlega Jói! Ég held að margir spekingar séu sammála um að Jesús hafi verið til.

Hvort hann var svo sonur Guðs, það er allt annað mál!

Árni - 29/10/03 09:19 #

Nei Matti, þú ferð nú varla að fullyrða að Jesú hafi ekki verið til. Þá ertu kominn yfir í conspiracy theory pakka, Jesú ekki til, geimverur byggðu pýramídanna og "there never was a holocaust". Mér finnst það ansi langsótt að sú fjöldahreyfing sem varð til á árunum 30 e.kr hafi séð sig tilneydda til að dikta upp dáinn spámann til að auka trúverðugleika sinn. Auk þess held ég að það bréfa og frásögusafn sem var samantekið í Nýja Testamentinu dragi af allan vafa um hvort maðurinn hafi verið til. Hvort hann hafi verið sonur Guðs er svo alveg opið fyrir umræðu.

Matti Á. - 29/10/03 10:14 #

Las enginn vísunina? Hún er þokkalega ítarleg og fræðileg

So much for the evidence purporting to prove that Jesus was an historical figure. We have not, of course, proved that Jesus did not exist. We have only showed that all evidence alleged to support such a claim is without substance. But of course, that is all we need to show. The burden of proof is always on the one who claims that something exists or that something once happened. We have no obligation to try to prove a universal negative. j

Grímur - 29/10/03 10:49 #

Ég held að þið séuð að byrja á vitlausum enda, tilvist jesú skiptir ekki máli. Það sem máli skiptir er hvort guð var til.
Biblían er annars álíka merkilegur pappír og Íslendingasögurnar, bæði ritað löngu eftir að allir sem upplifðu atburðina eru látnir. Við höfum þó engar heimildir fyrir því að ísl. bækurnar hafi haft ritnefnd sem ritskoðaði þær. Það er rökleysa að ætla að eitthvað í biblíunni sanni eitthvað annað sem sama bók heldur fram. Eins og aðrar fjöldahreyfingar snýst kristni um að selja fólk það sem það vill heyra, og ég held að sölumenn kristni séu ekkert heiðarlegri en aðrir sölumenn.

Árni - 29/10/03 11:45 #

ah.. ég skrifaði stöff og missti það út.. enda varla merkilegt.. vildi bara segja að Zindler er álíka fræðilegur og Gunnar í krossinum..

Hann er sterklega biased (maðurinn skrifar í atheist journal.. come on)

Hann er emotional og með slembidóma um Pál, segir hann hafa sturlast, sem er greinilega fordæming á persónu Páls og skoðunum en ekki fullyrðing byggð á staðreyndum. "Saul - the man who, after losing his mind, changed his name to Paul. "

Neibb.. Zindler er maður sem húkir í sömu gryfju og bókstafstrúarmenn.. bara á hinum endanum.. Hann er allavega ekki sannfærandi "fræðilegur" fyrir mér..

Enda er svona umræða alltaf æri erfið þegar þarf að leggja mat á gögn, þá kemur biasinn alltaf í spilið, hjá báðum aðilum..

Matti Á. - 29/10/03 12:12 #

religioustolerance

The most recent book that we have found on this topic is by Michael Martin. 18 He is a professor of philosophy from Boston University who examined the major beliefs of Christianity. He concluded that there was insufficient evidence to conclude that Jesus existed. Earl Doherty, writing in the Humanist in Canada magazine 1 believes that early Christian leaders saw Jesus as the Son of God who was a spiritual, not human being. He writes: "If Jesus was a 'social reformer' whose teachings began the Christian movement, as today's liberal scholars now style him, how can such a Jesus be utterly lacking in all the New Testament epistles, while only a cosmic Christ is to be found?" If Doherty's assessment is true, then Christianity would have many points of similarity to other contemporary religions in the Roman Empire - particularly Mithraism who also viewed their founder Mithra as spiritual rather than as an actual historical human being.

nobeliefs.com

The most "authoritative" accounts of a historical Jesus come from the four canonical Gospels of the Bible. Note that these Gospels did not come into the Bible as original and authoritative from the authors themselves, but rather from the influence of early church fathers, especially the most influential of them all: Irenaeus of Lyon who lived in the middle of the second century. Many heretical gospels got written by that time, but Irenaeus considered only some of them for mystical reasons. ... The four gospels then became Church cannon for the orthodox faith. Most of the other claimed gospel writings were burned, destroyed, or lost." [Romer]

og ég gæti haldið lengi áfram :-)

En kjarni málsins er þessi. Lang flestir halda að tilvera Jesú hafi á einhven hátt verið sönnuð. Svo er ekki og þau gögn sem lögð hafa verið fram til að sanna tilveru hans hafa öll verið hrakin.

Ég get ekki sannað að Jesú hafi ekki verið til, en ég get rökstutt að fátt bendir til að Jesú hafi nokkrun tíman verið raunveruleg persóna heldur míta sem menn fengu að láni. Af religioustolerance

Some theologians and historians believe that many of the details of Jesus' life were "borrowed" from a competing, contemporary religion, Mithraism.

Mithra was a fictional character who was worshipped as a Good Shepherd, the Way, the Truth and the Light, the Redeemer, the Savior, and the Messiah. A religion in his name was founded in the 6th century BCE. 5 Mithraism one of the most popular of religions in the Roman Empire, particularly among its soldiers and civil servants. It was Christianity's leading rival. 19 Mithra was also believed to have been born of a virgin. Like Jesus, their births were celebrated yearly on DEC-25. Mithra was also visited by shepherds and by Magi. He traveled through the countryside, taught, and performed miracles with his 12 disciples. He cast out devils, returned sight to the blind, healed the lame, etc. Symbols associated with Mithra were a Lion and a Lamb. He held a last supper, was killed, buried in a rock tomb. He rose again after three days later, at the time of the spring equinox, circa MAR-21. He later ascended into heaven.

Óskar - 29/10/03 12:16 #

Það er nákvæmlega ekkert sem bendir til tilvist Jesú. Þau sem vilja fræðilega umfjöllun vil ég benda á Earl Doherty sem hefur skrifað 2 bækur sem ég mæli með. Hann er með þessa vefsíðu: Ágætt að byrja á: http://human.st/jesuspuzzle/puzzle1.htm Síðan að lesa meira á http://human.st/jesuspuzzle/home.htm

Síðan er þessi bók afbragð: http://www.jesusmysteries.demon.co.uk/home.html

Einnig fjallar Dan Barker um þetta mál í Losing Faith in Faith en sú bók ætti að vera skyldulesning.

Ég hef tekið nokkra trúmenn á beinið um þetta mál, maður á mann. Í öllum tilvikum kemur það í ljós að fólk hefur ekki hugmynd um söguna bakvið Jesú Krist og hina Kristnu Kirkju. Því miður eru Guðfræðingar ekki miklu betri, því kennslan í Háskólanum virðist vera skelfileg rörasýn á raunveruleikan. Annað hvort er ekkert kennt þarna af viti eða að nemendur hlusta ekki í tímum. Námskráin bendir til þess að kennslan sé afar takmörkuð. Ég vona samt að áhugi nemenda sé samt meiri en deildarinnar. Kveðja Óskar

Árni - 29/10/03 13:00 #

Einmitt.. Tilvist Jesú hefur hvorki verið afsönnuð né sönnuð svo fullnægjandi sé, ég beygi mig fúslega undir það. en ályktanir manna hvað það varðar munu oftast vera litaðar af því hvernig þeir eru biased gagnvart kristni og trúarbrögðum almennt.

Minn bias hefur þau áhrif að þegar ég skoða "gögnin" þá er ég sannfærður um að hann hafi verið til, sé enga ástæðu til að álykta annað.

Og já.. Páll er umdeildur svo vægt sé til orða tekið :) en það væri lítt fræðilegt af mér að skilgreina hann klikkaðan án þessa að hafa hann til viðtals eða nægjanlegar heimildir um sálarlíf hans til að álykta svo.. ekki sammála?

eva - 29/10/03 14:57 #

Ég get nú ekki séð að það skipti öllu máli hvort maðurinn var raunveruleg persóna eða skáldskapur. Ef Jesús er skáldsagnapersóna þá hefur höfundur þeirrar sögu sannarlega verið áhrifaríkt skáld. Er ekki tilvist Jesúsar álíka vel sönnuð og tilvist Atla Húnakonungs? Hann kemur víða fram í heimildum, m.a. á hann að hafa tengst Sigurði Fáfnisbana þótt hafi verið um 400 ár á milli þeirra. Flestir telja að Atli hafi raunverulega verið til, fáir telja að Sigurður hafi drepið dreka. Ég vil endilega halda þeim möguleika opnum að Atli hafi verið söguleg persóna þótt hann hafi líka ratað inn í sögu sem kannski á meira skylt við ævintýri en sagnfræði. Völsungasaga á sér líka áreiðanlega einhverjar sögulegar rætur og því sjálfsagt að halda henni á lofti á þeim forsendum, en þar fyrir notum við ekki Eddukvæðin til að rökstyðja tilvist dreka.

Matti Á. - 29/10/03 18:28 #

Það skiptir mig í raun litlu máli hvort Jesú var til eða ekki.

Mér finnst áhugavert að það virðist vera almenn skoðun að góðar heimildir séu fyrir tilvist Jesú þegar svo er alls ekki.

JBJ - 29/10/03 18:55 #

Mig minnir að meyfæðingin sé bara enn ein þýðingarvillan, upphaflegur texti hafi sagt "ung kona" en þýðingarmistök hafi breytt þessu í "hrein mey"