Örvitinn

Skítakuldi er þetta

Þegar maður hefur ekkert að segja er við hæfi að tala um veðrið.

Ég rölti heim úr vinnunni rétt fyrir sjö í kvöld, frá Mjódd í Bakkasel, tók kannski tíu mínútur. En mikið óskaplega varð mér kalt á eyrunum. Það er satt að segja langt síðan ég hef fundið fyrir svona eyrnakulda. Skynsamt fólk gengur með húfu í svona veðri.

Fór á æfingu með Henson á gervigrasinu Laugardal í kvöld. Var vel klæddur, með bæði húfu og vettlinga þannig að kuldinn var ekki vandamál. Gervigrasið var aftur á móti frosið, ég hélt að það væru hitalagnir undir teppinu en ef þær eru til staðar er að minnsta kosti verið að spara heita vatnið. Maður skautaði því um gervigrasið í einn og hálfan tíma í kvöld. Ágætt samt að sprikla dálítið.

dagbók