Örvitinn

Þyngdarsveiflur

Djöfull hef ég verið að blása út síðustu daga, matarsukk helgarinnar svo sannarlega að skila sér. Ég þarf að stoppa þessa uppsveiflu áður en í óefni er komið.

Mér finnst frekar erfitt að samræma ræktina við líf mitt þessa dagana. Hef lítið farið að lyfta og er ekki ánægður með það. Ég kemst ekki eldsnemma á morgnana þar sem ég skutla stelpunum alltaf á leikskólann og Gyða fer snemma með strætó. Eftir vinnu er svo allur gangur á því hvort ég komist, það er ekki sanngjarnt að Gyða þurfi alltaf að sjá ein um heimilið á kvöldmatartíma.

Ég stefni samt á að skjótast í ræktina í kvöld - ég bara verð.

heilsa
Athugasemdir

Jumbo - 05/11/03 19:43 #

Þú verður bara að hætta að borða brauð,smjör og ost. Ég get næstum því lofað þér því að ef þú sleppir brauði,smjöri og osti að þá verður þú ekki feitur. Eða jú,ég sá að þú vinnur í Landsbankanum. Þú verður eiginlega að hætta að borða í mötuneytinu þar því maturinn þar er svo góður að þá blæs maður út líka. Ég vann þar eitt sinn og blés út og um leið og ég hætti að vinna þar að þá léttist ég samstundis. Samt frábær vinnustaður. Síðan nennir þú ekki í ræktina því kemur örugglega alltof þreyttur heim úr vinnunni að best er eiginlega að leggjast í sófann. Svona skrifstofuvinna er þannig að maður hættir að nenna í ræktina því maður þarf eiginlega bara að hvíla sig. Flott heimasíða hjá þér.Bæbæ. P.s.bara svona að láta þig vita að þá þekkjumst við ekkert. Ég vildi bara gefa þér ráðleggingar. Þetta er flott síða hjá þér.bæbæ.

Matti Á. - 05/11/03 21:14 #

Þakka þér fyrir góð ráð og hrósið :-)

Ég sleppi því að borða í mötuneytinu þegar eitthvað brasað er í boði, er duglegur að fá mér salat með matnum þegar ég borða þar enda er ágætis salatbar á staðnum.

Bjarni Örn - 06/11/03 14:31 #

Gefðu blóð vikulega. Það heldur þyngdinni niðri.

Matti Á. - 06/11/03 14:46 #

Auðveldasta leiðin til að léttast er að borða illa eldaðan kjúkling í öll mál.

Kamfílóbakterkúrinn er a.m.k. sá fljótvirkasti sem ég hef prófað :-)