Örvitinn

ADSL vesen

ADSL-ið er búið að vera í einhverju rugli hjá mér í kvöld. Ég hef ekki getað rápað á neinar vélar tengdar simnet, þar með talið serverinn minn.

Gat semsagt pingað www.vodafone.is en ekki www.simnet.is eða www.gmaki.com. Var í klukkutíma í símanum áðan með þjónustufulltrúa sem þótti þetta ótrúlegt vandamál. Þetta reddaðist í smá tíma í kvöld eftir að þeir ríbútuðu einhverju porti en datt svo út aftur.

Svo hrökk þetta í gang núna á miðnætti. Furðulegur andskoti. Ef þetta gerist regluleg skipti ég aftur um þjónustuaðila, hef ekkert við megabita tengingu að gera ef ég get ekki tengst eigin server :-)

05.11.03 - 13:00
ADSL-ið var komið í lag í morgun, þó ekki 100%. Tæknimaður frá vodafone hringdi í mig áðan og sagði mér að þeir hefðu verið að uppfæra tengingu sína við rix, þannig að Jói og Tryggvi áttu kollgátuna.

tölvuvesen
Athugasemdir

JBJ - 05/11/03 04:42 #

Netið er búið að vera í fökki. Ég lenti í þessu heima líka, inni og úti hér og þar.

Núna hef ég varið mestum hluta nætur hér upp í skóla og hann er beintengdur ISGATT og þetta er búin að vera martröð.. netið virðist hafa verið að hrökkva í lag akkúrat núna, fingur krosslagðir.

Ég held að þessu sinni sé það ekki OgVodafone, líkega RIXinn frekar.

Matti Á. - 05/11/03 08:40 #

Þetta er merkilegt, ég gat ekki skilið þetta öðruvísi í gær en að enginn annar en ég hefði verið að lenda í þessu. A.m.k. áttu þjónustufulltrúarnir aldrei í nokkrum vandræðum með að tengjast og höfðu ekki heyrt í neinum öðrum sem átti í vandræðum.

Þess vegna dró ég þá ályktun að eitthvað væri að minni tengingu, ég þarf að hætta að draga ályktanir :-)

Tryggvi R. Jónsson - 05/11/03 09:39 #

Ég (verandi ekki þjónustufulltrúi ;)) heyrði einmitt af svona vandræðum í gærkvöldið. Aðili hjá Og átti í vandræðum með að tengjast neti Skýrr en komst í samband við annað dót innanlands og erlendis. Ég eins og JBJ hef RIXinn grunaðan um þetta.

Óli - 14/11/03 12:03 #

Jæja, mér þykir fróðlegt að heyra þetta og langar til að forvitnast um það hvernig RIXinn var að klikka...switcharnir tveir sem RIX samanstendur af hafa nefnilega ekki farið niður í rúmlega 49 vikur og engin vandamál komið upp varðandi þá frá upphafi RIX. Einu skiptin sem RIX hefur farið niður þá hefur það verið vegna rafmagnsvandræða og þá líka deyr hann alveg, en þá eiga internetþjónusturnar að geta talað saman yfir útlandatengingar sínar og örlítil töf á að vera eina afleiðingin.

/Óli

Matti Á. - 14/11/03 12:47 #

Getur ekki passað að Og Vodafone hafi verið að uppfæra tengingu sína við rix eins og tæknimaður þeirra sagði mér og ég minnist á neðst í pistlinum?

Óli - 14/11/03 13:27 #

Það getur meira en vel verið en þú segir að JBJ og Tryggvi hafi haft rétt fyrir sér sem báðir segja að þetta sé RIXinum að kenna sem er ekki rétt.

/Óli

Matti Á. - 14/11/03 14:08 #

Ég átti bara við að þeir hefðu haft rétt fyrir sér að því leiti að þetta tengdist RIXinum. Ég hefði getað komið því skírar frá mér :-)