Örvitinn

Ró og næði

Óskaplega er mikil ró í húsinu eftir að stelpurnar eru sofnaðar. Kolla og Inga María voru rosalega hátt uppi eftir leikskólann í dag. Róuðust örlítið þegar leið á kvöldið og síðasta klukkutímann fyrir háttinn dundaði Kolla sér í stafaköllunum í tölvunni. Áróra sat með mér og horfði á CSI Miami, ekki mikil læti í henni svosem.

Gyða fór til Sirrý í kvöld, ég er að spá í að fara að leika mér í Ico sem ég keypti í BT á laugardaginn á 2.999.- kr. Hef lengi haft augastað á þessum leik og var að bíða eftir að hann fengist á hagstæðu verði. Það er algjör killer fítus hjá BT að geta séð birgðarstöðuna á vefnum. Ég sá að það var til eitt eintak á höfuðborgarsvæðinu, í Smáralind, skellti mér þangað og sótti. Þeir mættu sleppa því að krefjast þess að maður skrái sig inn til að sjá stöðuna, en ég skráði mig svosem án nokkurra persónuupplýsinga.

Er að fikta í zlib, þýða það sem lib og skrifa smá test forrit. Þrælvirkar, ekki ólíklegt að ég geti notað það í vinnunni bráðlega.

Ég myndi gjarnan vilja fá athugasemdir frá kennurum við síðustu færslu :-)

dagbók
Athugasemdir

Matti Á. - 11/11/03 19:28 #

Ágætur húmor. Það lýsir þó þröngsýni að hafa borðið lítið, því líklega er leikborð trúleysingjans stærra en trúmannsins.

En vissulega er bara ein umferð í þessum leik.