Örvitinn

Æfing kvöldsins

Ekki voru nema níu mættir á æfingu í kvöld, í fyrsta skiptið á nýjum tíma - klukkan tíu á miðvikudagskvöldum. Við byrjuðum að spila fjórir á móti fimm. Svo vel vildi til að ansi stór hópur var mættur á hinn helming vallarins, þannig að við fengum hluta hans, fimm stráka, til að spila með okkur. Það rættist því úr tímanum og þetta varð bara ansi fínn bolti. Arnaldur, betra er seint en aldrei ;-)

Eftir tímann ræddum við vallarmál en okkur stóð til boða að leigja hálfan völl í Egilshöll klukkan ellefu á fimmtudagskvöldum. Við ákváðum að taka því ekki, bæði er tíminn frekar óþægilegur auk þess að völlurinn er helmingi dýrari. Það er akkúrat ekkert að því að vera í laugardalnum. Það kemur fyrir að aðstæður er slæmar, en það eru kannski tvö-þrjú skipti yfir veturinn.

Það þarf samt að fara að reka á eftir mönnum svo þeir drullist til að mæta á æfingar, ég er nú samt enginn Ingi Fjalar :-) nenni ekki að fara að hringja í menn og smala - sé samt til.

boltinn