Örvitinn

Blautir og klístraðir draumar

Anna var að segja frá tíðum draumförum sínum um daginn sem olli því að ég fór að rifja upp eigin draumfarir. Það hefur verið lítið um slíkt undanfarið en þetta kemur í skorpum, kannski á hálfsársfresti svo ég skjóti út í loftið.

Einu sinni voru draumfarir mínar ákaflega svekkjandi. Hvað eftir annað hitti ég stórglæsilegar konur í draumum mínum, lét vel að þeim - klæddi mig úr og var til í allt - en vaknaði akkúrat þegar ég var við það að setja risastóran böllinn (munið, mig var að dreyma :-P) í réttan farveg, rembdist við að reyna að sofna aftur án árangurs. Svona gekk þetta undantekningarlaust. Ég var orðinn afskaplega leiður yfir þessu draumagetuleysi mínu svo ég segi alveg eins og er.

Þetta lagaðist þó og síðustu ár hef ég, þá sjaldan að mig dreymir eitthvað spennandi, staðið mig betur. Það hefur sína kosti og galla. Kostirnir eru augljósir, þetta er miklu skemmtilegra, maður er að gera góða hluti og ég stend mig undantekningarlaust í stykkinu og fæ góðar undantekningar frá draumadísum. En sá böggull fylgir skammrifi að þegar maður stendur sig vel í þessari athöfn lýkur henni gjarna með ákveðnu.... klæmaxi. Það getur verið afskaplega bagalegt þegar maður er karl, sofandi undir sæng. Í engum naríum.

Nú er svo komið að klæmaxinn er orðinn algjör antíklæmax þar sem ég vakna þegar það er að koma að honum en of seint til að gera nokkuð í því, ég get í besta falli sett hendina fyrir og komið í veg fyrir óþarfa sóðaskap. Ekki mikil stemming í því.

Ég held því, án þess að þekkja báðar hliðar málsins, að kynlífsdraumar kvenna hljóti að vera þægilegri en karla. Annars veit ég ekkert um það :-)

Ýmislegt
Athugasemdir

Hildur Björk - 13/11/03 11:04 #

Matti minn...ég held það sé komin tími til að þú fáir þér draumráðningabók! :)

sirry - 13/11/03 19:37 #

Verð að byrja á að segja Matti þú ert ótrúlegur. En alla vega draumráðningarbókin segir. Áður fyrr ollu kynferðislegir draumar fólki miklum áhyggjum því talið var að þær gætu ollið geðveiki. Nú til dags eru slíkir draumar taldir losa um kynferðislega spennu en geta líka endurspeglað langanir. Flestir eiga sér óskir og þrár sem þeir hafa lært að bæla niður því þær virðast óraunhæfar. Menn geta jafnvel með tíð og tíma gleymt þessum löngunum en þær geymast í undirmeðvtundinni og geta byrst í draumi. en auðvitað er meira á bak við draumin en bara kynlíf eða hvað ?

Gyða - 13/11/03 20:18 #

Það sem kom upp í hausinn á mér þegar ég las þennan pistil var bara MATTHÍAS ÁSGEIRSSON það sem þér dettur í hug að skrifa í þetta blogg þitt!!! ;-)

Matti Á. - 13/11/03 21:40 #

Varðandi draumráðningar, held ég að þessir draumar þýði að ég sé karlmaður með kynhvatir ;-)

Mér dettur ýmislegt í hug sem ég þori ekki að setja hér inn!

JBJ - 14/11/03 01:08 #

Tja ég hef nú aðeins einu sinni lent í svona, frekar vandræðaleg lífsreynsla fyrir ungling að smygla lakinu í þvott, laaaangt síðan :p

Mann dreymir svo sem hitt og þetta en annað hvort er það minna krassandi eða maður er bara öðruvísi stilltur þarna niðri :p

Matti Á. - 14/11/03 08:47 #

Ég færi nú aðeins í stílinn þegar ég gef í skyn að þetta endi alltaf í lakinu - en það gerist af og til, ekki oft - en það gerist.

Sirry - 14/11/03 13:51 #

Gyða akurat það sem ég hugsaði Mikið er hann Matti heppin að vera giftur henni Gyðu hehe :C)