Undir draslinu leyndist herbergi!
Gyða tók til í leikherberginu í dag. Síðan við fluttum inn fyrir rúmlega tveimur árum hefur það verið fullt af drasli en í dag kom í ljós að undir draslinu var ágætis herbergi!
Því miður tókum við ekki mynd af herberginu fyrir tiltekt, en á myndinni fyrir neðan sést glitta í stærstan hluta gólfsins í fyrsta sinn síðan sumarið 2001 :-)
