Örvitinn

Erfið nótt

Afmælisbarnið hélt vöku fyrir foreldrum sínum í alla nótt.

Hún svaf þokkalega í gærkvöldi, en um miðnætti vaknaði hún í fyrsta sinn. Á milli eitt og tvö fór ég nokkrum sinnum yfir til hennar, hún hóstaði agalega og gat ekkert sofið greyið. Að lokum tók ég hana yfir til okkar í þeirri von að hún myndi ná að sofna.

En vegna hóstans gat hún ekkert sofið og við ekki heldur. Ég held að ég hafi náð svona tveim-þremur tímum í nótt, Gyða minna. Inga María svaf þó minnst af okkur öllum og var bara orðin kát og hress um fjögur.

Gyða sefur heima, ætlar að mæta í vinnuna á hádegi. Ég skutlaði stelpunum í leikskólann í morgun, Inga María fór með köku, vonandi endist hún daginn, ég bað fóstrurnar um að hafa kökuna henna snemma, ef við þyrftum að sækja hana um miðjan dag.

Er mættur til vinnu og vona að ég endist daginn. Það væri eflaust betra að vera kaffidrykkjumaður á svona dögum en ég verð að láta magic duga.

16:30
Ég gafst upp klukkan eitt og fór heim og lagði mig. Óþægilegt þegar maður er kominn með hausverk af þreytu og við það að verða óglatt. Svaf í þrjá tíma.

dagbók