Örvitinn

Koma öll þessi bankarán einhverjum á óvart?

Þegar vopnuðu bankaránin voru framin á fyrri hluta ársins var meðal annars rætt við fulltrúa Íslandbanka sem lýsti því yfir að starfsfólki bankans væri skylt að aðhafast ekkert þegar verið væri að ræna bankann.

Um leið og ég heyrði þá yfirlýsingu vissi ég að fleiri rán kæmu í kjölfarið.

Reyndar tel ég þessa starfsreglu bankanna gáfulega, engin ástæða er til að hætta lífi og limum starfsfólks fyrir peninga, en það að fjalla um þetta í fjölmiðlum var í meira lagi heimskulegt. Þetta var að mínu mati klár hvatning til íslenskra aumingja að nú væri lag að ræna banka.

Það hlýtur að vera dáldið aumt að vera íslenskur bankaræningi, menn eru ekki beinlínis að hafa eitthvað alvöru fé upp úr þessu. Erlendis les maður af bankaræningum sem rupla hundruðum milljóna, hér eru þær kannski tvær ef vel gengur. Það endist nú varla lengi.

Ýmislegt
Athugasemdir

sirry - 17/11/03 21:52 #

Er þetta ekki fólk með handrukkara á hælunum, borga eða deyja? Betra að sitja inni í smá tíma en deyja. Ekki skemmir það fyrir hvað það er auðvelt.

Eggert - 18/11/03 11:12 #

Sagði ekki Jesú eitt sinn: "Bankarán hætta ekki fyrr en bankarnir hætta að ræna."