Örvitinn

Múrinn og mýtan

Fyrsta atriðið í þessari upptalningu á múrnum er mýta.

Ríkisstjórn þessa manns veitti hinni fornaldarlegu talibanastjórn í Afganistan 3 milljarða fjárstuðning í maí 2001, nokkrum mánuðum áður en hann lýsti hana óalandi og óferjandi.
The $43 million myth persists

Recent repetitions of the discredited claim that the United States gave $43 million in aid to the Taliban government of Afghanistan illustrate just how difficult it is to quash these sorts of myths once they become part of the media's collective memory.

...

Some commentators, most recently Michael Moore, have finally started getting their facts right. Others should do the same.

Má þessi mýta ekki deyja?

pólitík
Athugasemdir

Stefán - 19/11/03 12:02 #

Sæll Matthías

Þær eru margar mýturnar, það segirðu satt. Þetta mál er hins vegar öllu flóknara en þú vilt vera láta og þar sem ég sit nú einu sinni í ritstjórn Múrsins tel ég mig þurfa að leggja hér orð í belg.

Umræðan um milljónirnar til Talibanastjórnarinnar er ekki ný af nálinni. Hún hófst fyrir hryðjuverkin 11. september 2001, þegar Talibanar urðu á svipstundu óvinir nr. eitt.

Það var Colin Powell, utanríkisráðherra BNA, sem tilkynnti um fjárstuðninginn 17. maí 2001. Strax í þeirri viku var ákvörðunin gagnrýnd af pistlahöfundum sem töldu að rangt væri að verðlauna með þessum hætti stjórnina í Kabúl fyrir þá ákvörðun sína að hætta valmúarækt. Þeir bentu á grimmdarverk talibana og töldu þetta dæmi um að "stríðið gegn eiturlyfjum" væri komið á villigötur, þar sem það leiddi til stuðnings við hina verstu þrjóta.

Á vormánuðum 2001 og þá um sumarið tóku ýmsir gagnrýnendur eiturlyfjastefnu Bandaríkjastjórnar þennan fjárstuðning upp sem rök fyrir því að ómögulegt væri að uppræta eiturlyfjavandann með því að stöðva framleiðsluna. Það er umræða sem oft hefur komið upp í tengslum við aðgerðir Bandaríkjamanna í Suður-Ameríku, sem miðast að því að stöðva framleiðslu á kókaíni. Ég geri ráð fyrir að þér sé kunnugt um þá sögu, a.m.k. að einhverju leyti.

Þegar þessi umræða stóð hvað hæst gerðu bandarísk stjórnvöld ekkert til að leiðrétta þann "misskilning" að stuðningurinn við Afgana (sem vissulega fór að verulegu leyti í að afstýra hungursneyð) hefði verið í pólitískum tilgangi og ætlað að verðlauna talibana fyrir valmúabannið. Þvert á móti var hruninu í heróínframleiðslunni fagnað og það tekið sem dæmi um velheppnaða stefnu Bandaríkjanna og bandamanna þeirra.

Eftir ellefta september kom annað hljóð í strokkinn. Þá hætti hinn meinti stuðningur við talibana að snúast um "stríðið gegn eiturlyfjum" heldur var komið nýtt "stríð" til sögunnar - "stríðið gegn hryðjuverkum".

Þá fyrst, byrjuðu fulltrúar Bandaríkjastjórnar og stuðningsmenn hennar að neita því að pólitískar ástæður og frammistaða talibanastjórnarinnar í baráttunni gegn heróíninu hafi skipt máli varðandi fjárstuðninginn þá um vorið. Á sama hátt byrjuðu ýmsir gagnrýnendur utanríkisstefnu BNA, sem höfðu látið sér fátt um talibana finnast, að hamra á þessu máli.

Það eru ýmsir fletir á málinu með "talibana-milljónirnar". Bandaríkjastjórn getur ekki þrætt fyrir að fjárstuðningurinn hafi verið pólitísks eðlis, en á sama hátt er ekki sanngjarnt að láta eins og honum hafi verið ætlað að verðlauna talibana fyrir hryðjuverkastarfsemi.

En að afskrifa málið sem mýtu eða flökkusögn gengur einfaldlega ekki upp.

Matti Á. - 19/11/03 12:22 #

Afbragðssvar Stefán, takk fyrir það. Ég færði leiðréttinguna inn í upphaflega svarið.

Það er lykilatriði að stuðningurinn var ekki í formi peninga heldur matvæla og fór í gegnum alþjóðlegar hjálparstofnanir.

Reyndar má færa rök fyrir því að matarstuðningur sé ekki í eðli sínu ólíkur fjárstuðningi, því allt stuðli það að því að halda mönnum við völd, í þessu tilviki talibönum.

Þó má benda á að vafalítið var talibönum nokk sama þó þjóðin svelti, alveg eins og t.d. stjórn Norður Kóreu er sama þó þjóðin svelti. Jafnvel eru dæmi um að yfirvöld í sumum löndum svelti þegna sína viljandi.

Lykilatriði málsins er því að mínu mati, hvort það var rétt eða rangt hjá Bandaríkjamönnum að styðja Afganistan á þessum tíma. Þetta voru ekki peningar, þannig að ekki keyptu talibanar vopn fyrir stuðninginn.

Þeir hefðu þó getað keypt vopn fyrir peninginn sem þeir spöruðu með því að þurfa ekki að fæða þjón sína, en líklegast hefðu þeir ekki gert það hvort sem er.

Matti Á. - 19/11/03 12:44 #

Yfirlýsing Colin Powell frá maí 2001.

Humanitarian Assistance to Afghans

We will continue to look for ways to provide more assistance for Afghans, including those farmers who have felt the impact of the ban on poppy cultivation, a decision by the Taliban that we welcome. We distribute our assistance in Afghanistan through international agencies of the United Nations and nongovernmental organizations. We provide our aid to the people of Afghanistan, not to Afghanistan's warring factions. Our aid bypasses the Taliban, who have done little to alleviate the suffering of the Afghan people, and indeed have done much to exacerbate it. We hope the Taliban will act on a number of fundamental issues that separate us: their support for terrorism; their violation of internationally recognized human rights standards, especially their treatment of women and girls; and their refusal to resolve Afghanistan's civil war through a negotiated settlement.