Örvitinn

Rifist við kommúnista og feminista

Það er tilgangslaust að rökræða við kommúnista.

Hugsanlega kjánalegra að þrasa við feminista.

Þegar þetta sameinast, sem gerist furðulega oft, er út í hött að reyna.

Áður en maður veit er maður sakaður um að vera karlremba, auðvaldsinni og glæpamaður.
Sælir eru einfaldir, því þeir tapa aldrei rökræðum og hafa alltaf rétt fyrir sér. Andstæðingar þeirra eru siðlausir og verða skotnir í byltingunni (í alvöru, hvernig stendur á því að kommúnistum finnst þessi frasi fyndinn?)

Þegar ég spái í því man ég ekki eftir að hafa nokkurn tíman séð kommúnista eða feminista játa að hann hafi haft rangt fyrir sér.

Held ég eyði tímanum frekar í að rökræða við trúmenn :-)

feminismi pólitík
Athugasemdir

himmi - 19/11/03 10:52 #

Enda óþarfi að játa að maður hafi rangt fyrir sér, hafi maður rétt fyrir sér.

Matti Á. - 19/11/03 10:56 #

Vissulega.

Um leið heppilegt fyrir suma að þeir hafi alltaf rétt fyrir sér. Ekki nóg með það, heldur er það beinlínis siðlaust að vera ósammála.

himmi - 19/11/03 11:03 #

Það er mjög heppilegt.