Örvitinn

Undirbúningur langt kominn

Jæja, nú er þetta allt að smella saman. Við erum búin að vera að elda síðan fyrir tíu í morgun. Byrjuðum daginn á að steikja kjúklingaleggi, gerðum svo sniglaréttinn, mosarella og kjúklingasnittur, heita réttinn hennar Gyðu og hummus.

Ég klára að gera salatið á eftir þegar ég kem heim úr boltanum. Já, ég ætla semsagt að skella mér í innibolta á eftir við mikla hneysklun eiginkonu minnar.

Er búinn að undirbúa allt fyrir salatið, á eftir þarf ég bara að steikja sveppi, bacon og hörpuskelfisk og blanda þessu öllu saman í skálar. Einnig þarf ég að hræra saman bollunni. Hún verður með vodka, hvítvíni, bols blue og sprite. Sker niður appelsínur og skelli út í líka. Ég veit ekki hvernig hún mun bragðast en hún verður áfeng, það er víst aðalatriðið - og að hún sé ekki vond. Hún verður ekkert vond.

dagbók prívat