Ómetanlegt
Matur í veisluna þrjátíu þúsund kall.
Áfengi, fimmtíu þúsund kall
Kvöldstund með vinum og ættingjum, ómetanlegt

Ég er þunnur en alsæll. Svaf til að verða tvö, setti saman heimabíóið
Það var heilmikill afgangur af áfenginu þannig að ég fæ góðan slatta endurgreiddan á morgun. Svo gleymdi ég að setja snakkið fram, á góðar birgðir inni í búri. Hummusinn gleymdist líka í ísskápnum.
Takk fyrir mig.
Athugasemdir
Davíð - 23/11/03 16:54 #
..Takk sömuleiðis fyrir mig....... Þetta var snilld......
Frúin biður að heilsa. Er fúl yfir að hafa misst af þessum.
Regin - 23/11/03 16:58 #
Takk fyrir mig þetta var ljómandi.
Einar Már - 23/11/03 21:19 #
Takk fyrir okkur hjúin. Þetta var ferlega gaman.