Örvitinn

Leikhús og bækur

Merkilegt hvað maður er lengi að jafna sig eftir fyllerí á gamals aldri. Ég var afskaplega lúinn í gær, ekki þunnur en rosalega þreyttur.

Fór snemma upp í rúm og byrjaði að lesa söguna um Pí sem Hildur lánaði mér. Las til hálf tólf og var þá kominn í miðja bók, meira um hana þegar ég hef lokið við lesturinn.

Í kvöld förum við í leikhús í boði tengdaforeldra minna að sjá lokasýningu á Veislunni. Við sitjum við borðið og ég verð við hliðina á Hilmi Snæ. Skrítið að segja frá því, en ég kvíði dálítið fyrir :-P

Þegar ég hef lokið við lestur Pí hef ég þrjár bækur sem ég ætla að rumpast í gegnum. Dude where's my country, Lies and the Lying Liars Who Tell Them og globalization and Its Discontents

Fleiri bækur bíða aflestrar, en þessar verða afgreiddar fyrst. Ég hef verið latur við að lesa undanfarið, eyði of miklum tíma á netinu :-) Nú verður bætt úr því.

dagbók