Örvitinn

Svefnleysi og pirringur

Undanfarnar nætur hef ég verið að sofa alltof lítið, farið seint að sofa og vaknað frekar snemma. Í gærmorgun fór ég reyndar ekki á fætur fyrr en hálf níu, þegar Gyða hringdi og vakti mig og stelpurnar!

Svefnleysi fer illa með skapið í mér, ég verð pirraður og leiðinlegur, læt allt fara í taugarnar á mér. Öfunda engann af því að þurfa að umgangast mig í slíku ástandi.

Ég held ég ætti að reyna að fara fyrr í bælið næstu daga til að fá almennilegra hvíld.

dagbók