Örvitinn

Horfi á upptöku af leik kvöldsins

Er að horfa á upptöku af Liverpool leiknum í kvöld, var í innibolta áðan.

Yfirleitt þegar ég horfi á upptökur af leikjum og hangi á netinu á sama tíma, tekst mér að rekast á úrslitin alveg óvart.

Því hef ég tekið þá ákvörðun að hætta að rápa þar til ég hef lokið við að horfa á leikinn. Samkvæmt því sem ég hef heyrt er hægt að horfa á sjónvarpið heima hjá sér án þess að vera með ferðavél í fanginu. Nú mun ég sannreyna það.

23:50
Ekki var þetta mjög skemmtilegur leikur en Liverpool vann, það er fyrir öllu!

boltinn
Athugasemdir

Gyða - 27/11/03 22:56 #

Bara svona af því að það trúir því örugglega enginn að svona stórmerkur atburður geti gerst þá ætla ég að vitna að þetta er raunverulega að gerast. Matti liggur í sófanum með enga ferðavél!!! :-Þ ó nei hann klikkaði á þessu og opnaði ferðavélina til að sjá hvaða athugasemd ég væri að pikka inn :-Þ Gyða

DJ - 28/11/03 00:50 #

:) Ill örlög að halda með lifrarpolli, er þó ef ég man rétt nágrannalið efratúns þó, það er jákvætt.

En menn eiga að hafa vit á að svara ekki síma, skoða ekki textavarp og vafra ekki um interweb þegar horft er á skakkar útsendingar.

Sem áhugamaður um knattspyrnu veit ég aðeins eitt slakara en að horfa á leik með lifrarpolli, en það er að horfa á leik með þeim vitandi úrslit.