Örvitinn

Þögn er sama og samþykki

Eva skrifar áhugaverðan pistil um mæður sem verða vitni að misnotkun barna sinna: Þögn er sama og samþykki

Það er áhugaverð sena í Veislunni. Í lokaatriðinu situr fjölskyldan við morgunverðarborðið og foreldrarnir koma til borðs. Mikael yngsti bróðirinn fer og segir föður sínum að fara og leyfa hinum að borða í friði. Faðirinn stendur upp og spyr konu sína hvort hún ætli að koma með honum en hún neitar því og situr áfram við borðið, faðirinn fer einn.

Í verkinu kemur fram að móðirin varð vitni að misnotkuninni á sínum tíma en gerði ekki neitt. Hún ver eiginmann sinn í veislunni og sakar Kristján son sinn um lygar þrátt fyrir að hún viti betur. Í mínum huga er hún klárlega samsek að hluta en í verkinu situr hún áfram við borðið.

Áhugaverð pæling hjá Evu.

Ýmislegt