Örvitinn

Veikindi á heimilinu

Inga María sofandi í sófanum

Inga María ældi í morgun. Var búin að sitja afskaplega dauf við matarborðið í nokkurn tíma, vildi lítið borða en nartaði þó í ristað brauð. Rétt eftir að Gyða fór í vinnuna ældi hún á diskinn sinn.

Hún virðist ekkert mjög slöpp núna, sat í sófanum og horfði á barnatímann og sofnaði svo sitjandi. Ég lagði hana á púða og hún steinsefur. Alltaf er það nú jafn erfitt þegar börnin veikjast, maður er svo afskaplega máttlítill, hjúkrar þeim en getur í raun ekkert gert annað en að vona að ástandið batni.

Ég þarf að redda mér pössun, var búinn að boða komu mína á óformlegan fund klukkan tvö. Ætlaði að skutla stelpunum til tengdaforeldra minna á meðan en það gengur ekki eins og er, sjáum hvort ég get platað þau til að koma hingað.

fjölskyldan
Athugasemdir

Tinna Björk - 29/11/03 21:53 #

Ég bið að heilsa Ingu Maríu og vona að henni batni sem fyrst. Fann ógurlega til með henni þegar ég sá myndina af henni og mamma sagði mér að hún væri lasin.