Örvitinn

Stefja í Íran

Fréttir fjalla meðal annars um ferð Halldórs Ásgrímssonar til Íran.

Box, Íran, Síminn og flug

Með Halldóri í för er 10 manna viðskiptasendinefnd, en fyrirtækið á borð við Össur og Marel hafa sýnt áhuga á viðskiptum á þessu svæði. Björn Ingi Hrafnsson, aðstoðarmaður utanríkisráðherra, bendir á að í ferðinni verði drög að loftferðasamningi afhent og eitt íslenskt fyrirtæki hyggist ræða um hugbúnað í sambandi við sjálfvirka tilkynningaskyldu fiskiskipa (undirstrikun MÁ)
Þarna er vafalaust um að ræða Stefju. Vonandi ná þeir að selja kerfið fyrir sjálfvirku tilkynningaskylduna sem víðast enda er þetta snilldarlausn. Það sést klárlega þegar bátar sökkva við strendur landsins, ef báturinn var í sjálfvirku tilkynningarskyldunni vita menn hvar hann var innan 15 mínútna frá því hann sökk og menn sjá líka hvaða bátar eru í nágrenninu. Ef báturinn var ekki í sjálvirku tilkynningarskyldunni þurfa menn oft að leita á stóru svæði.

Ýmislegt