Örvitinn

Hvað koma Jólin Jesú við?

Þeir eru byrjaðir að kyrja sinn árlega söng trúmennirnir, um að nú sé afmælishátíð Jesú bráðum að hefjast. Söngurinn á eftir að hækka fram að jólum og enda í móðursýki á jólunum sjálfum, þegar trúmenn um allan heim sannfæra sjálfa sig um að jólin komi Jesú eitthvað við. Leifum þessum góða trúleysingja að eiga orðið:

JESUS IS NOT THE REASON FOR THE SEASON!

I am sick and tired of the signs and the pious folks who loudly proclaim that "JESUS IS THE REASON FOR THE SEASON" and "KEEP CHRIST IN CHRISTMAS". It is moments like this that confirms my suspicion that most Christians are a bunch of illiterate dumbasses. If one of them even took a moment to read something else besides the bible, they would find out that the original reason for the season is the Winter Solstice, see what happens when you read non-fiction, you actually learn something.
Aahhh, gott að lesa svona hressandi texta af og til sem mótvægi við jesújólabullið.

kristni
Athugasemdir

Óli Jói - 02/12/03 23:52 #

Takk fyrir tengilinn og þá góðu og göfugu hjálp að boða fagnaðarerindi jólanna - Guð veri mér þér, minn kæri!

Matti Á. - 03/12/03 00:06 #

Lítið að þakka, ég hef aldrei hikað við að vísa á greinar, hvort sem mér finnst efni þeirra gott eða vont. Vonandi hafðir þú gagn og gaman að greininni sem ég vísaði á.

Ég vil biðja þig um að passa orðbragðið - hef ákveðið að fara að fordæmi annaálaritara og strika yfir mesta viðbjóðinn! ;-)

Matti Á. - 04/12/03 10:33 #

Það er vert að geta þess að ég bætti athugasemdinni/trackbackinu hans Guðna hér fyrir ofan sjálfur inn og notaði til þess pingbuddy tólið hans Más.

Halldór E. - 04/12/03 14:36 #

Þetta er merkileg hugsun hjá þér Matti. Fáir gera Jesú að miðpunkti sinna jóla. Ergó: Jólin hafa ekkert með Jesú að gera. Ég skil þessa röksemdafærslu en á erfitt með að samþykkja hana. Því öll erum við þeim annmörkum háð að hugsa heiminn út frá okkur sjálfum. Þannig hafa jólin í mínum huga eitthvað með Jesú að gera, líka jólin í huga Guðna eitthvað með Jesú að gera og svona gæti ég talið áfram (Reyndar ekki viss með Guðna, því hann er umbinn hans Skyrgáms og græðir svo mikið á því :-) ). Það er mjög mikilvægt að muna að fullyrðingar eins og hér í upphafi er háð skilningi viðkomandi á umhverfi sínu. Ég skynja þannig trúarlíf þjóðarinnar öðruvísi en Matti. Ástæðan kannski sú að hópurinn sem ég umgengst mest er jákvæður gagnvart trúmálum. Vegna mismunandi upplifana einstaklinga eru alhæfingar um stöðu Jesú gagnvart jólunum vægt til tekið vafasamar, en um leið eðlilegt að kirkjunnar menn (þessir í Jesúbransanum) reyni að eigna sér jólin, með flottum "slóggönum".

Matti Á. - 04/12/03 15:09 #

Það á ekki að þurfa að taka það fram að þessi framsetning mín er tilkomin sem mótvægi við þá bábylju trúarofstækis sem mun flæða yfir okkur um jólin.

Auðvitað hafa jólin eitthvað með jesú og kristni að gera, kommon, það er út í hött að rökræða það.

En þau tengjast Krosslaf ekki jafn sterkt og þið trúmenn haldið fram og munuð halda fram í síauknu mæli næstu vikur. Pistlar í ætt við hugvekjuna hans Ólafs eiga eftir að flæða yfir lýðinn.

Þessir punktar mínir eru því hugsaðir sem mótvægi. Tilgangurinn er sá að fá menn til að hugsa, skoða hina hlið málsins.

Í tilviki Guðna, Óla og ýmissra annarra trúmanna virðist það vonlaust verk - önnur hlið en þeirra er ekki til. Jólin eru kristin hátíð. Íslendingar eru kristin þjóð. Siðleysi og trúleysi eru af sama meiði.