Örvitinn

Klængur sniðugi á vefnum

Undanfarið hefur RÚV auglýst að ef börnin hafa misst af jóladagatalinu í sjónvarpinu sé hægt að horfa á þættina um Klæng sniðuga á heimasíðu Sjónvarpsins.

Áðan var Kolla orðin þreytt á að bíða eftir þætti dagsins þannig að við ákváðum að kíkja á netið og sjá hvort hún gæti ekki horft á þáttinn í gær aftur. Ég smellti mér á RÚV og leitaði og leitaði en fann þættina hvergi. Kolla endaði á því að horfa á stundina okkar á netinu í staðin. Í þeim þætti kom einmitt auglýsingin um að hægt væri að sjá Klæng á netinu

Ég hringdi að lokum í RÚV og þá kemur í ljós að þetta er misskilingur, auglýsingarnar voru rangar og einungis er boðið upp á að horfa á þættina í beinni á heimasíðunni. Reyndar er boðið upp á beina útsendingu af allri dagskrá sjónvarpsins á netinu, þannig að þarna hefur engu verið við bætt.

Hvað ætli valdi því Sjónvarpið auglýsir svona snilldar þjónustu en hættir svo við? Ætli þetta sé spurning um höfundarrétt, því ekki er þetta tæknilegt vandamál. Ég veit að það myndi vekja mikla lukku á okkar heimili ef það væri hægt að kíkja á þátt kvöldsins á netinu og slökkva á sjónvarpinu á matmálstíma í staðin.

Ýmislegt