Örvitinn

Veggjald í Hvalfjarðargöng - bensíngjald

Á þingi virðast flestir sammála um að það sé brýnt mál að lækka gjaldið í Hvalfjarðargöngin.

Málshefjandi var Jóhann Ársælsson, þingmaður Samfylkingarinnar, og sagði hann það réttlætismál að lækka veggjaldið í göngunum sem kæmi hvað verst við íbúa Vesturlands sem þyrftu að sækja skóla og vinnu til höfuðborgarsvæðisins. Hann spurði hvort ríkið ætti ekki að taka yfir rekstur Hvalfjarðarganganna og eins hvort það væri eðlilegt að ríkið hefði tekjur af göngunum í formi virðisaukaskatts.
Ekki er um að ræða að gjaldið hafi hækkað, þvert á mót hefur það lækkað, en það er réttlætismál að það lækki meira.

Á sama tími heyrist varla stuna þegar bensíngjald er hækkað! Álögur sem þó lenda á öllum landsmönnum óháð efnahag þar sem það hefur áhrif á vísitölu og fer inn í verðlagið. Það er semsagt í góðu lagi að auka aksturskostnað allrar þjóðarinnar nema þeirra sem búa úti á landi!

Þetta er rugl.

Nokkrir þingmenn tóku til máls og voru flestir sammála um að lækka þyrfti veggjaldið og þá sérstaklega fyrir þá sem nota göngin mest.
Þeir sem nota göngin mest borga minnst fyrir hverja ferð. Auk þess eru þeir að spara hlutfallslega mest þar sem þeir hefðu þurft að aka Hvalfjörðinn ef ekki væri fyrir tilurð gangnanna. Þeir spara tíma, bensín og auka öryggi sitt á sama tíma.

Af hverju er svona mikilvægt að lækka gjaldið sem þessir ökumenn borga í göngin á sama tíma og ekkert er athugavert við að hækka gjaldið sem þessir sömu ökumenn greiða fyrir eldsneyti?

pólitík