Örvitinn

Æi hvað ég er syfjaður

Hugbúnaðardeildin er að fara í matarboð hjá yfirmanni mínum í kvöld og ég skipti því um morgun við Gyðu en vanalega sef ég frameftir á laugardögum. Gyða kemur ekki með í kvöld vegna þess að við fengum ekki pössun, allir sem hafa passað fyrir okkur voru uppteknir. Við þurfum að leita að atvinnumanneskju (les: unglingsstelpu) í þetta djobb.

Inga María tók sig til og vaknaði rétt fyrir sjö í morgun. Ó mig auman, ég var ekki tilbúinn til að fara á fætur. Fór samt, gat ekki annað. Græt samt inni í mér :-)

Skil ekkert í barninu að vakna klukkutíma áður en barnatíminn á Stöð2 byrjar. Já, við keyptum okkur áskrift að Stöð2 í desember, ætlum okkur bara að kaupa þennan eina mánuð, sjáum til hvernig það gengur.

dagbók prívat