Örvitinn

Brennuvargar í Hagkaupum

Við fórum í kvöldmat til foreldra minna eins og alltaf á sunnudögum. Um hálf sjö þurfti mamma að skjótast í vinnuna vegna þess að það hafði verið kveikt í ruslagám fyrir aftan Hagkaup í Skeifunni. Fyrr um daginn var kveikt í ruslagám hjá Hagkaup í Kringlunni.

Greinilega komin jólastemming hjá brennuvörgum - vonandi drepa þessir geðsjúklingar engann.

Fyrir tveimur árum var kveikt í Hagkaupum Skeifunni á Þorláksmessukvöldi, einhver geðsjúklingurinn kveikti í inni í búðinni og stakk svo af - hefur aldrei fundist. Þetta lið þaf að finna sér áhugamál.

dagbók