Örvitinn

Þvagblaðra Haraldar

Hverjum er ekki sama þó hann Haraldur sem hefur það hlutverk að vera kóngur Norðmanna sé í aðgerð útaf krabbameini í þvagblöðru? Það voru fréttir um að hann væri veiku, hefði farið á spítala, væri að fara í aðgerð, sé kominn úr aðgerð sem gekk vel. Hverjum er ekki sama þó einhver leikaradrusla segist ekki vera nema tíu mínútur að fá það með konunni sinni? Þarf að segja frá því að knattspyrnumaðurinn og eiginkonan hafi sést á tískusýningu?

Væri ekki ráðlegt að hafa sérstakan fréttatíma þar sem fjallað væri um einkalíf fræga og fallega fólksins (tja, stundum bara fræga fólksins), hvort sem um er að ræða konungsborið fólk, poppstjörnur eða íþróttastjörnur. Góð tímasetning á slíkum fréttaþætti væri strax á undan eða eftir eftir leiðarljósi.

Einu skiptin sem ég vil heyra af fræga og ríka fólkinu er þegar það hefur álpast til að taka upp myndbönd með kynlífi sínu og glutrað spólunni. Meira slíkt, minna slúður.

Ýmislegt