Örvitinn

Alan Sokal og póstmódernismi

Sumarið 1996 birti tímaritið Social Text grein sem heitir Transgressing the Boundaries: Toward a Transformative Hermeneutics of Quantum Gravity eftir eðlisfræðinginn Alan Sokal. Ritstjórn Social Text var vafalítið uppveðruð af því að fá grein eftir raunvísindamann og hafa því hugsanlega ekki lesið hana mjög ítarlega. Og þó, vandamálið er að það skiptir engu máli hversu ítarlega ýmis texti er lesinn, ekki er nokkur leið að fá nokkuð af viti úr honum. Grein Sokal er bull frá upphafi til enda.

There are many natural scientists, and especially physicists, who continue to reject the notion that the disciplines concerned with social and cultural criticism can have anything to contribute, except perhaps peripherally, to their research. Still less are they receptive to the idea that the very foundations of their worldview must be revised or rebuilt in the light of such criticism. Rather, they cling to the dogma imposed by the long post-Enlightenment hegemony over the Western intellectual outlook, which can be summarized briefly as follows: that there exists an external world, whose properties are independent of any individual human being and indeed of humanity as a whole; that these properties are encoded in ``eternal'' physical laws; and that human beings can obtain reliable, albeit imperfect and tentative, knowledge of these laws by hewing to the ``objective'' procedures and epistemological strictures prescribed by the (so-called) scientific method.

Sokal fletti svo ofan af öllu saman í grein sem heitir A Physicist Experiments With Cultural Studies Síðar gaf hann í samstarfi við Jean Bricmont út bókina Intellectual Impostures þar sem þeir fjalla um misnotkun vísinda og þekkingarfræðilega afstæðishyggju. Ég hef ekki lesið bókina, þarf að koma yfir hana höndum.

So, to test the prevailing intellectual standards, I decided to try a modest (though admittedly uncontrolled) experiment: Would a leading North American journal of cultural studies -- whose editorial collective includes such luminaries as Fredric Jameson and Andrew Ross -- publish an article liberally salted with nonsense if (a) it sounded good and (b) it flattered the editors' ideological preconceptions?

...

In the second paragraph I declare, without the slightest evidence or argument, that ``physical `reality' [note the scare quotes] ... is at bottom a social and linguistic construct.'' Not our theoriesof physical reality, mind you, but the reality itself. Fair enough: anyone who believes that the laws of physics are mere social conventions is invited to try transgressing those conventions from the windows of my apartment. (I live on the twenty-first floor.)

...

The fundamental silliness of my article lies, however, not in its numerous solecisms but in the dubiousness of its central thesis and of the ``reasoning'' adduced to support it. Basically, I claim that quantum gravity -- the still-speculative theory of space and time on scales of a millionth of a billionth of a billionth of a billionth of a centimeter -- has profound politicalimplications (which, of course, are ``progressive''). In support of this improbable proposition, I proceed as follows: First, I quote some controversial philosophical pronouncements of Heisenberg and Bohr, and assert (without argument) that quantum physics is profoundly consonant with ``postmodernist epistemology.'' Next, I assemble a pastiche -- Derrida and general relativity, Lacan and topology, Irigaray and quantum gravity -- held together by vague rhetoric about ``nonlinearity'', ``flux'' and ``interconnectedness.'' Finally, I jump (again without argument) to the assertion that ``postmodern science'' has abolished the concept of objective reality. Nowhere in all of this is there anything resembling a logical sequence of thought; one finds only citations of authority, plays on words, strained analogies, and bald assertions.

Ég hvet ykkur til að lesa allavega síðari greinina, sú fyrri er óneitanlega ansi mikið torf. Hún er þó hátíð miðað við margt bullið sem kemur frá ýmsum póstmódernistum og öðrum andstæðingum vestrænnar skynsemishyggju. Þetta viðtal við Sokal er líka ágæt lesning.

Hér á landi sér maður stundum svona texta, feministar vitna t.d. gjarnan í kollega sína sem afneita vísindum á þeim forsendum að þau séu byggð á reynsluheimi karla en ekki kvenna og svo framvegis. Undanfarið hef ég séð Guðfræðinga dásama texta sem þeir svo síðar játa að þeir viti ekki hvað þýði. Þannig virðist innihaldið vera aukaatriði - stíllinn, útlitið aðalatriði.
Kristján Kristjánsson skrifaði fyrir nokkrum árum greinarflokk sem birtist í Mogganum og hét tíðarandi í aldarlok. Greinarnar eru einnig í bók hans Mannkostir. Þar fer hann yfir helstu gagnrýni á póstmódernismann og siðferðilega afstæðishyggju. Mæli einnig með þeirri grein.

Þegar maður les texta sem ómögulegt er að fá nokkurt vit í eru miklar líkur á því að ekkert vit sé í textanum. Vissulega geta menn verið misgóðir pennar, sumir eiga auðvelt með að koma hugmyndum frá sér en aðrir ekki. En þegar ómögulegt er að höndla hugmyndina, rökin virðast óskiljanleg eru líkurnar nokkrar á að það sem maður hefur í höndunum sé bara bull. Hinn möguleikinn, að maður sé bara svona vitlaus er líka til í stöðunni en ég útiloka hann alltaf fyrirfram, finnst það svo ótrúleg hugmynd :-)

efahyggja
Athugasemdir

Már Örlygsson - 30/12/03 18:58 #

Þú segir: "Þegar maður les texta sem ómögulegt er að fá nokkurt vit í eru miklar líkur á því að ekkert vit sé í textanum."

M.ö.o. ef þú lest eitthvað sem þú skilur ekki þá er það líklega bara vitleysa. Þá liggur beint við að spurja hvort þú viljir meina að það skipti engu máli hvort skilur skilur tungumálið sem textinn er skrifaður á, hugmyndakerfið/fræðin sem hann er upprunnin í, eða sért nægilega greindur til að meðtaka inntakið í honum?

Það er fjarri mér að ásaka þig um heimsku Matti minn, heldur er ég bara að benda á hvað svona fullyrðingar eru varasamar.

Varðandi þennan bráðskemmtilega gjörnin Sokals að takast að fá bullgrein birta í vitru tímariti, þá væru það alvarleg mistök að taka honum sem einhverjum algildum áfellisdómi yfir póstmóderníska heimsspeki, eða eins og Sokal segir sjálfur í viðtalinu sem þú vísar á: "It's important not to exaggerate what the parody shows".

Ennfremur varpar höfundur viðtalsins, Julian Baggini, fram mjög mikilvægri spurningu: "He wants to avoid the subtle distinctions and stick to the gross errors. But is it not possible that some of these only appear as gross errors because of a lack of understanding of the subtler ideas underlying them?"

Þessi spurning ógildir enganveginn inntak þess sem Sokal segir, en hjálpar okkur samt að meta hvar takmarkanir hans liggja.

...

Nokkrar spurningar að lokum:

1) Ertu viss um að þú gerir alltaf nægilegan greinarmun á afstæðishyggju annars vegar og tilhneygingu sumra til að snobba fyrir tilgerðarlegu orðskrúði sama hvort það þýðir eitthvað eða ekki?

2) Telur þú að öll afstæðishyggja sé slæm, eða er einhver birtingarmynd hennar sem þú getur samþykkt að sé af hinu góða?

3) Getur verið að það að afstæðishyggja útilokar það að við flóknum spurningum sé til eitthvað eitt, einfalt og endanlegt svar, hafi eitthvað með það að gera að þér er svona í nöp við hana?

Ég hef lesið í hörgul það sem þú hefur skrifað um þetta mál hér í dagbókinni þinni en tel mig samt ekki vita svarið við ofangreindum spurningum.

Matti Á. - 30/12/03 23:26 #

Þá liggur beint við að spurja hvort þú viljir meina að það skipti engu máli hvort skilur skilur tungumálið sem textinn er skrifaður á, hugmyndakerfið/fræðin sem hann er upprunnin í, eða sért nægilega greindur til að meðtaka inntakið í honum?

Svarið við fyrri möguleikunum tveim liggur í augum upp, ég er að sjálfsögðu að tala um texta á tungumáli sem ég skil og hugmyndakerfi/fræði sem ég skil. Þriðja möguleikanum svara ég sjálfur í lok málsgreinarinnar með alþjóðlegu tákni [:-)] sem ég hefði haldið að þú kannaðist við. Ég undanskil því texta sem eru einfaldlega ofar mínum skilning í þessari upptalningu. Það breytir því ekki að mikið magn póstmódernískra skrifa er argasta bull og á engan hátt skiljanlegt.

Svör við spurningum þínum: 1) nei, ég er ekki viss 2) nei, hugsanlega 3) nei, mér í nöp við hana vegna þess að hún kemur í veg fyrir sammannlegan skilning og eykur í raun einangrun ólíkra þjóðfélagshópa, þjóðflokka, kynjanna og svo framvegis. Hún eykur ekki skilning á ólíkum sjónarmiðum heldur þvert á móti, hamrar á því að sá skilningur sé ekki til.

Már Örlygsson - 31/12/03 02:12 #

varðandi svar þitt við spurningu 3, þá finnst mér þetta áhugaverður punktur hjá þér.

Hins vegar má ekki gleyma því að þótt sameiginlegur skilningur geti verið gagnlegur, þá getur það kostað miklar hörmungar og blóðsúthellingar að koma honum á. Afstæðishyggjan miðar m.a. að því að koma í veg fyrir óþarfar blóðsúthellingar og stækka skilning okkar og útvíkka útfyrir okkar eigið litla, takmarkaða sjónarhorn.

Hvorutveggja eru göfug sjónarmið - en eins og þú bendir réttilega á þá hefur afstæðishyggjan sína vankanta líka.

Már Örlygsson - 31/12/03 02:21 #

...eins og ég skil þetta, þá má kannski leika sér að því að segja að afstæðishyggja hafi orðið til sem nokkurs konar mótsvar við aggressívri heimsvaldastefnu okkar vesturlandabúa. Sömuleiðis opnar hún leið fyrir okkur til að samþykkja/höndla aukna fjölbreytni innan okkar eigin samfélags eftir "uppreisn" 68-kynslóðarinnar gegn gamla mónókúltúrnum.

En auðvitað er þetta gróf einföldun á ofboðslega flóknu félagslegu og hugarfarslegu fyrirbæri sem teygir anga sína miklu lengra en þetta, inn í listir, vísindi, pólitík og viðskipti.