Örvitinn

Dæmigerð dagbókarfærsla

Það er ekki algeng að það líði dagur án þess að ég bloggi, en það gerðist í gær. Ég veit ekki hvað veldur. Þetta var slys. :-)

Í gærkvöldi horfðum við á ædol og ég vesenaðist við að færa færslurnar á vantrú yfir í MySQL. Það gekk ekki alveg enda eitthvað rugl í gangi með berkeley grunninn. Ég er samt með allar færslurnar exportaðar og búinn að laga þær. Vantar bara ákveðin réttindi í MT til að geta sett þetta allt inn. Því miður munu vísanir skemmast við þessa uppfærslu á vantrú, en ég var að spá í að laga uppsetninguna í leiðinni til að koma í veg fyrri að það gerist aftur. Nota aðferðina sem Már lýsti (finn slóðina síðar og set hér inn) til að slóðir fari eftir dagsetningu færslu. Það hentar vel á vantrú þar sem stefnan er að einungis sé ein færsla á dag, slóð gæti þá verið, http://www.vantru.net/2003/12/24/ eða http://www.vantru.net/2003/12/24.html.

Ég ætlaði að vinna í þessu í dag en Gyða er að draga mig út í eitthvað jólagjafastúss :-) Vesen í kringum blessuð Jólin. Ég kíki á þetta í kvöld.

Borðaði snakk í gærkvöldi, er tveimur kílóum þyngri í dag en í gær. Ég á að vita betur, má ekki snerta svona viðbjóð.

Liverpool leikur sýndu í beinni á Stöð2 í dag, ég stefni á að horfa á hann, fer svo í innibolta klukkan fimm. Er hæfilega svartsýnn fyrir hönd Liverpool, Southampton hefur verið að gera góða hluti undanfarið og helsta vandamál Strachan er að velja milli fimm framherja, það lúxusvandamál hefur Liverpool alls ekki.

dagbók