Örvitinn

Fréttablađiđ á kvöldin - Fréttir hćtta

Fréttablađiđ er ekki fyrst međ fréttirnar, a.m.k. ekki á mínu heimili ţar sem ţađ berst inn um lúguna rúmlega sjö á kvöldin. Mér finnst ţađ í seinna lagi.

Fréttavefurinn Fréttir er hćttur ađ birta fréttir. Endađ er á áskorun til annarra ađ halda áfram ţar sem frá var horfiđ og fullyrt ađ ţetta sé ekki erfitt. Ég held ađ ţarna sé ákveđinn misskilningur hjá ritstjóra Frétta. Ţađ er ekki erfitt ađ skrifa blogg, ţađ vita allir bloggarar og hafa vitađ lengi. En ţađ er erfitt ađ hafa ţau sambönd og heimildamenn sem hafa gert fréttir spennandi. Slíkt gerist ekki á einni nóttu og ţví full mikil bjartsýni ađ halda ađ hver sem er geti tekiđ upp hanskann. Helst ađ annar fjölmiđlamađur međ álíka sambönd taki viđ og haldi áfram ađ skúbba svona skemmtilega. Ađrir fjölmiđlar eru frekar geldir viđ hliđina á fréttum.

Ég er ennţá ađ ná ađ tengjast á fréttir en menn tala um ađ DNS-iđ sé útrunniđ. Ţađ er frekar lélegt ađ láta ţetta hverfa!

Ýmislegt
Athugasemdir

Ritstjórn FRÉTTA - 13/12/03 23:02 #

Sćlir.

Hér er enginn misskilningur á ferđ. Áskorunin um ađ halda úti fréttavef er ekki beint til allra bloggara, áskoruninni er beint til fréttamanna, fréttamiđla og annarra ađila sem hafa tjáđ sig um ađ ţađ sé svo erfitt ađ halda úti fréttavef. Hver er annars skýringin á ţví ađ á Íslandi sé einungis einn fréttavefur (mbl.is), en ađrir miđlar láta sér nćgja annađ hvort ađ skrifa ekkert (DV, Stöđ 2, Bylgjan, Ríkissjónvarpiđ) eđa endurbirta einungis efni af öđrum "miđlum" (RÚV, Fréttablađiđ).

Ţađ er s.s. ekki erfitt ađ halda úti fréttamiđli ţegar mađur er fréttamađur, eins og ritstjóri FRÉTTA sýndi.

Fleira er ekki í FRÉTTUM.

Matti Á. - 13/12/03 23:17 #

Ţakka ţér fyrir leiđréttinguna, ég hef augljóslega misskiliđ áskorun ţína.

Ţađ er rétt ađ fréttir voru gott dćmi um ađ auđvelt er fyrir fréttamenn ađ halda úti fréttavef ef áhuginn er fyrir hendi.

Ţađ er fullt af lifandi vefsíđum haldiđ gangandi af hugsjónarfólki í dag, pólitískir vefir, íţróttavefir og trúmálavefir eru til í tugatali.

Ţetta eru virkir stađir og greinar eru birtar daglega, flestir eiga ţađ sameiginlega ađ hópur fólks kemur ađ ţeim. Kannski er ţađ lausnin, ađ hópur fréttamanna stofni "klíku" og búi til vefsíđu, einhverjir myndu jafnvel skrifa nafnlaust svo ţeir gćtu skúbbađ einhverju án ţess ađ eiga á von á veseni í vinnunni. Pressan var kannski međ ţví sniđi á sínum tima, enda var ţađ fjandi áhugaverđur vefur (ţó ţađ sé undirvefur) á sínum tíma.

Ţegar kemur ađ fréttum held ég ađ nafnleysiđ skipti ekki endilega öllu máli, orđsporiđ skiptir öllu máli og ţađ öđlast menn fljótt ef fréttirnar eru góđar. Vefir öđlast orđspor og orđspor Frétta var gott.