Svefnpurkur

Ég, Inga María og Kolla sváfum til níu í morgun og ég þurfti meira að segja að draga þær á fætur! Engu máli skipti þó Gyða hafi stillt vekjaraklukkuna sem hringdi á mínútunni átta og ég slökkti á henni. Ég er eitthvað svo vanur því að stelpurnar vakni tímanlega að ég var ekkert að stressa mig, neyðist hvort sem er til að fara á fætur með þeim. Við vorum að sjálfsögðu búin að missa af morgunmatnum í leikskólanum þannig að við borðuðum heima. Klukkan tíu laumaði ég þeim skömmustulegur í leikskólann og brunaði í vinnuna.
Inga María var miklu hressari í morgun en í gær, hóstaði ekkert. Ég var dáldið stressaður um að væri að verða veik í gærmorgun en hún var hitalaus. Fóstrurnar mældu hana eftir blundinn ( ég gleymdi alveg að segja Gyðu frá þessu í gær :-| ).