Örvitinn

Gekk betur að vakna í dag

Stelpurnar voru sömu svefnpurkurnar í dag og en föður þeirra tókst með gríðarlegum viljastyrk að snúsa bara í tíu mínútur. Vakti stelpurnar tíu mínútur yfir átta, klæddi þær í föt og skutlaði þeim í leikskólanum þar sem þær borðuðu morgunmat í dag. Vorum mætt korteri fyrir níu.

Það er jólaball á leikskólanum í dag þannig að það var ekki hægt annað en að mæta tímanlega með þær.

Ég er frekar þreyttur enda var ég að lesa til tvö í nótt. Byrjaði að glugga í Lies and the lying liars who tell them í gærkvöldi og gat ekki slitið mig frá henni fyrr en Gyða rumskaði rétt fyrir tvö og skipaði mér að fara að sofa. Þó ég sé bara kominn í hálfa bók er ég þeirrar skoðunar að Al Franken sé mun áhugaverðari skríbent en Michael Moore. Þetta virkar einfaldlega miklu betur hjá honum! Meira um það þegar ég hef lokið við bókina.

fjölskyldan prívat