Örvitinn

Jólahugvekja

Inga María sefur, kalkúni svitnar í ofninum og stóru stelpurnar eru í pakkaferð.

Það er ró í húsinu og ég anga af hvítlauk. Kyrðin er rofin af og til þegar síminn hringir eða einhver kemur með pakka. Undir og við jólatré er hrúga og talsvert á eftir að bætast við. Ég á fjóra eða fimm og er sáttur.

Ég ætti að vera stressaður en nenni því ekki. Þetta reddast, maturinn verður góður, stelpurnar glaðar og ég þreyttur.

Jólin er stund þar sem tíminn stendur í stað eitt andartak. Þegar maður byrjar að borða jólamatinn og unaðurinn hríslast um líkamann, krakkarnir opna pakka og gleðin tekur við af spennunni. Þegar maður hallar sér aftur í sófann og nýtur þess að vera þreyttur, fær sér kannski einn whisky og gluggar í bók.

Ég þarf að undirbúa humar.

Eigið notalega hátíð, reynið að slaka á og ekki gleyma út á hvað jólin ganga. Það sem þið viljið.

Ýmislegt