Örvitinn

Sambandslaus

Alveg eru Og Vodafone að gera mig brjálaðan, ADSL-ið liggur niðri og ég hef ekkert getað tengst netinu heiman frá mér síðan í gærkvöldi. Beið tvisvar í rúman hálftíma í símanum eftir aðstoð í dag og fékk að lokum það svar að eflaust gæti ég ekkert tengst fyrr en á morgun. Er núna heima hjá foreldrum mínum og þar virkar ADSL-ið í gegnum Vodafone með ágætum.

Fór á Grand Rokk með Davíð, Óla og Alla í gærkvöldi og sá Deep Jimi spila, djöfull var það gaman, mér fannst þetta ekkert annað en snilld. Óli var eitthvað að pirra sig á því að þetta væri ekki nógu gott hjá þeim, spilamennskan ekki til fyrirmyndar en ég blæs á svoleiðis krítík, þetta var rokk :-) Ef það væri ekki fyrir sambandsleysið hefði ég skrifað mikla og langa lofgrein um þessa hljómsveit en ég nenni því ekki núna.
Rakst meðal annars á Muzak og fékk knús, blaðraði eitthvað við hann en hélt ekki þræði sökum ölvunar! (Nei, ég er ekki ungi frjálshyggjumaðurinn sem hann talar um hér, enda hvorki ungur né frálshyggjumaður :-) ) Var kominn heim um fjögur og svaf til hádegis, er búinn að vera þokkalega þunnur enda hef ég verið létt marineraður síðustu daga.

dagbók
Athugasemdir

Óli - 28/12/03 22:00 #

Ég var nú kannski frekar að segja að þetta er svosem engin snilld þannig séð, var frekar í ætt við íþróttakeppni heldur en músik, kapp er best með forsjá. Ég meina, vont sánd, nei, hræðilegt sánd, ofspilað rosalega fannst mér. Ekkert sérstakt band þannig lagað, hef heyrt mörg önnur bönd taka þessi lög mun betur. Ef mönnum finnst það þetta vera gott rokk, þá er ekki um það annað að segja en að heimur versnandi fer. Hef frekar grun um að áfengið hafi verið farið að villa mönnum sýn, ljótustu kellingar hafa orðið að fegurðardísum eftir að menn hafa innbyrt smá áfengi, hef ég grun um að þessari líkingu megi heimfæra á hrifningu ykkar í gærkvöldi. Annars gaman að hitta ykkur í gær, jú jú bandið var allt í lagi, engin snilld samt. En leigubílstjórinn var þrælskemmtilegur.

Herra Svavar - 29/12/03 11:52 #

Það var gaman að hitta þig Matti. Og rétt er það, þú varst sko alls ekki drengstaulinn sem ég hitti. Enda dytti mér seint í hug að kenna þig við slíka bölvaða vitleysu... :)

Svo verðurðu að fara að kíkja á tónleika með Hraun! einhvern tíma...

Bestu Kveðjur, Svavar

Matti Á. - 29/12/03 12:17 #

Gaman að hitta þig sömuleiðis.

Það kemur að því að ég kíki á Hraun, þetta ku vera svo mikið stuðband :-)

Davíð - 01/01/04 02:45 #

Jújú.... þetta voru snilldar tónleikar. Sérílagi frumsamda stuffið. Þetta verður árlegt hér eftir. Andsk...... var ég þunnur daginn eftir....shitt. takk for sidst.