Örvitinn

Dóttir mín er dótasjúklingur

Kolla blæs á kertin

Kolla verður fjögurra ára á þriðjudaginn en við héldum afmælisboð í dag. Hún gat ekki beðið lengur og okkur langaði líka dálitið að klára jólastressið, höfðum boðið því frekar þessa helgi en þá næstu.

Kolla fékk fullt af gjöfum og var að sálfsögðu hátt uppi, kökur og sælgæti hjálpuðu ekki til. Hún og Áróra léku sér svo með Polly Pocket langt fram á kvöld. Þegar ég fór upp í stofu um ellefu til að koma Kollu í rúmið harðneitaði hún og fór að gráta. Ég hélt á henni upp og hún sagði við mig grátandi "pabbi, ég er dótasjúklingur". Við ræddum þennan krankleika í smá tíma og vorum sammála um að pabbi hennar er tölvusjúklingur en hún er ekki sjónvarpssjúklingur. Hún sofnaði skömmu síðar. Inga María sofnaði á eftir henni enda ennþá hærra uppi eftir kökuátið!

Á morgun er ekkert planað þannig að dótasjúklingurinn getur leikið sér með dótið sitt allann daginn. Ekki skemmir fyrir að stóra systir hefur gaman að að þessu sama dóti, það gerir þetta helmingi skemmtilegra.

Ég tók nokkrar myndir í dag og skellti á myndasíðuna. Hef oft verið duglegri við myndatökur en ég nenni ekki alltaf að vera á vaktinni :-)

fjölskyldan