Örvitinn

Kynæsandi hljóðkaplar

Í gær fór ég í Elkó og keypti mér nýjan þráðlausan síma. Í leiðinni greip ég optical snúru til að tengja playstation2 við heimabíómagnarann. Það er svosem lítið merkilegt um það að segja, en umbúðirnar utan um snúruna ollu mér hugarangri.

Á myndinni (smellið á myndina hér til hægri til að sjá stærri útgáfu) utan á pakkanum er föngulegur kvenmaður með eldrauðar varir og rca hljóðkapal vafinn um hálsinn. Yfirleitt kippi ég mér ekki upp við það þegar kvenmenn eru notaðir til að selja vörur en ég er ekki alveg að átta mig á því hvernig framleiðendurnir ná að tengja kynþokka þessarar konu við ágæti hljóðsnúrunnar, finnst hljóðsnúra satt að segja afskaplega nördaleg vara, ekki eitthvað sem maður áhveður að kaupa útaf einhverjum hvötum í búðarrápi. Fagur kvenmaður við hlið bifreiðar hlýtur að eiga að gefa mönnum þá hugmynd að bíllinn auki kvensæld þeirra. Ég sé ekki að það sé hægt að heimfæra þá hugmynd yfir á kapal.

Ástæðan fyrir því að ég fór að pæla í þessu er að Kolla var að skoða pakkningarnar áður en ég opnaði þær og vildi að ég drifi mig í að taka snúrurnar úr, hún sá nefnilega að þetta var eitthvað fyrir konur til að vefja utan um hálsinn!

feminismi
Athugasemdir

Tolli - 11/01/04 18:57 #

Þetta er svoddan snilldar markaðssetning fyrir okkur nördin einmitt! Ástæðan fyrir því að þú keyptir þessa tegund en ekki eina af hinum fimmtán er að undirmeðvitund nördans sá akkúrat þennan pakka og því varð hann fyrir valinu -- og þú veist ekki einusinni af því!

Matti Á. - 11/01/04 19:33 #

Það var engin önnur tegund til :-) og ég verslaði í Elkó í stað BT vegna þess að snúran var ódýrari í Elkó.

En vafalaust virka svona trix á mig án þess að ég fatti það :-)

Satan - 11/04/04 16:26 #

Ég held að þú sért ekki búinn að uppgötva möguleika hljóðkapla og annara snúra til fulls. Lokaðu augunum hallaðu þér aftur og láttu hugann kanna möguleikana.