Örvitinn

Að borða nógu oft

Það erfiðasta við að borða rétt er að muna eftir því að borða nógu oft. Það líður stundum alltof langur tími milli máltíða. Það er hætta á að maður borði of mikið þegar það gerist.

Vinnufélagarnir eru farnir á KFC í hádegismat, ég sagði pass enda ekkert á matseðlinum þar sem ég get borðað með góðri samvisku. Reyndar finnst mér ekkert varið í matinn hjá KFC lengur, þótti hann góður einu sinni en eftir að hafa hætt öllu skyndibitaáti í rúmlega ár fannst mér brasið þeirra einfaldlega vont þegar ég prófaði aftur, hef gert þrjár tilraunir og alltaf prófað sitthvorn réttinn en ekkert virkar. Það sama gildir ekki um allan skyndibita, mér finnst pizza með pepperoni alltaf jafn góð en KFC er alveg off.

heilsa
Athugasemdir

Skúli - 16/01/04 11:55 #

Merkilegt hvað þessir staðir eru á annað borð vel sóttir miðað við það hvílíkur óþverri er þar borinn á borð fyrir fólk. Einkennilegur tvískinnungur í nútímanum - útlitsdýrkun annars vegar og svo þessi skyndibitakúltur sem ekkert lát virðist vera á.

Mátti til með að láta þetta komment fjúka. Enda ekki á hverjum degi sem við erum sammála. ;)

Matti Á. - 16/01/04 12:09 #

Við getum eflaust verið sammála um ýmislegt sem ekki tengist trúmálum :-) Reyndar er sú gjá ekki jafn breið og hjá sumum en það er önnur saga.

Skyndibitamenningin er merkileg en sem betur fer er framboðið af þokkalega hollum og ódýrum skyndibita að batna.

Vandamálið á Íslandi er hvað það er hrikalega dýrt að fara á venjulegt veitingahús og fá sér að borða. Reyndar bjóða sífellt fleiri staðir upp á hádegistilboð, það er samt eitthvað sem maður leyfir sér sárasjaldan.

Skúli - 16/01/04 12:17 #

Jú, rétt er það.

Í Gautaborg þar sem ég bjó til skamms tíma sat maður að veislukosti í hádeginu á veitingastöðum fyrir ca. 380 íkr. Þetta var sannarlega ekkert rusl - indverskt, grænmetis-, eldbakaðar pizzur og annað ljúfmeti.

Það merkilega var h.v. að á sama tíma blómstruðu þessir færibandastaðir þar sem allt virðist eins og fastakúnnarnir að sama skapi.

Jæja, þetta var smá útúrdúr frá trúmálaumræðunni.

Verði þér að góðu í hádeginu! ;>)

Matti Á. - 16/01/04 12:41 #

Verði þér að góðu í hádeginu! ;>)

Þakka þér fyrir, Tacoið í mötuneytinu var ágætt með smá salsa, guacamole og salati.

Einar Örn - 16/01/04 13:26 #

Þegar ég bjó í Mexíkó var ég með mexíkóskri stelpu í dálítinn tíma. Þrátt fyrir að það hafi alls ekki sést á vaxtalagi hennar, þá dýrkaði hún KFC. Svo mikið að hún þvertók nánast fyrir það að fara annars staðar að borða þegar við borðuðum saman.

Ég vildi alltaf fá mér tacos eða eitthvað mexíkóskt en hún vildi KFC og þar sem hún var frekari enduðum við oftast á KFC, sem mér fannst fínn staður á þeim tíma.

Þegar við vorum í Acapulco eitt skiptið, þá vildi hún fá sér morgunmat á KFC, þannig að hún dró mig klukkan 9 um morgun inná næsta KFC og borðuðum við kjúklingabita. Eftir þá lífsreynslu fékk ég algert ógeð á KFC.

Get þó ennþá borðað kjúklingaborgarana þar. Mér finnst þó einfaldlega grillaður kjúklingur (einsog t.d. á Boston Market, namm namm) miklu betri en þessi djúpsteikti á KFC. Og svo er sá grillaði náttúrulega 10 sinnum hollari :-)

Matti Á. - 16/01/04 14:09 #

KFC í morgunmat, ég fæ fyrir hjartað bara við að hugsa um það :-)