Örvitinn

Matarboð og taumlaus hvítvínsdrykkja

hvítvínsflaska

Vorum með matarboð í gærkvöldi, Baddi,Sirry, Einar, Eva, Heiða og Walter mættu og borðuðu með okkur enchilada og áttu með okkur notalega kvöldstund. Við vorum lengi að ákveða hvað við ættum að bjóða upp á í þetta skipti, ég var eitthvað andlaus og við enduðum á því að ákveða í gærdag að elda enchilada, okkur finnst það afskaplega gott og það er tiltölulega einfalt að elda.

Keyptum hálfan kassa af hvítvíni, fimm flöskur voru drukknar í gærkvöldi þannig að við eigum eina eftir í ísskápnum. Afskaplega létt og skemmtilegt hvítvín sem ég skrifa kannski meira um síðar.

Við sátum hér frameftir, til klukkan þrjú held ég. Ekki var laust við að fólk væri sæmilega ölvað enda var stefnt að því. Við hjónin sváfum svo fram yfir hádegi, ég fór að fætur hálf tvö. Var þunnur þegar ég vaknaði fyrst, um ellefu, en verkjatöflurnar sem ég tók þá virkuðu vel. Nú ætlum við að fara að skjótast til foreldra minn og sækja stelpurnar sem gistu hjá þeim í nótt.

dagbók
Athugasemdir

sirry - 19/01/04 11:48 #

Vínið var gott maturinn betri og félagsskapurinn bestur. Var ekkert þunn smá hausverkur en ekkert til að tala um. Hlakka bara meira til London ferðarinnar. Takk fyrir mig.

Gyða - 19/01/04 12:31 #

Ég sagði nú samt við Matta á sunnudagsmorgninum þegar ég var að reyna að rífa okkur á lappir að það þýddi lítið að sofa til eitt í London. Verður engin miskun þar í rúmið klukkan 8 og á fætur 7 :-Þ

Gyða

sirry - 19/01/04 18:16 #

Ha í rúmið klukkan 8 nei held sko ekki rúmið klukkan 6 og á fætur klukkan 9 hljómar vel verður bara djammað og djammað :)