Örvitinn

Tónlistarmarkaður

Kíkti á geisladiskamarkað í Blómaval í dag og fjárfesti í nokkrum diskum.

Ég valdi þrjá fyrstu diskana, var búinn að ákveða að fjárfesta í Brain Police, Dr. Gunna og Maus en Maus diskurinn var ekki til. Ég hef verið lengi á leiðinni að kaupa Gling Gló, eiginlega síðan diskurinn kom út og sló til þegar ég sá hann. Gyða valdi svo íslensk ástarljóð en á honum er meðal annars lagið ást í flutningi Ragnheiðar Gröndal. Freistingar var svo ódýr að það tók því ekki að sleppa honum!

tónlist