Örvitinn

Galileó

Við hjónin fórum út að borða með litlum fyrirvara í gærkvöldi og enduðum á Galileó.

Þetta var stutt stopp hjá okkur, þannig að við slepptum forrétt. Ég fékk mér Kjúklingarisotto með aspas, trufflukeim og parmesan (2150.- kr) og Gyða fékk sér Tagliatelle með humar, tómatbitum, hvítlauk og steinselju (2680.- kr). Báðir réttirnir voru góðir, rísottóið var með fullt af kjúlking og humarinn var ekkert sparaður í réttinum hennar Gyðu. Með þessu drukkum við flösku af Frascati hvítvíni (3190.- kr), ágætt en dálítið þungt fyrir minn smekk, ég er hrifnari af léttari hvítvínum. Ég ákvað að fá mér risotto fyrst ég prófaði að elda það um daginn, risottotið þeirra er betra en mitt :-)

Gyða fékk sér heita súkkulaðiköku (1050.- kr) í desert en ég lét einfaldan malt whisky duga. Þjónustan var góð en við biðum frekar lengi eftir kökunni, vorum örlítið pirruð á að bíða þar sem við vorum á leiðinni í teiti.

Borðið okkar var rétt við innganginn niðri, sakaði ekki nema þegar stórir hópar komu inn því þá voru báðar hurðirnar opnar og kaldur vindurinn kom inn. Neðsta hæðin er reyklaus sem er til fyrirmyndar. Mjög þægilegt að sleppa algjörlega við óbeinar reykingar þegar maður vill njóta matarins..

Reikningur kvöldsins 9070.- kr, það gleymdist að rukka fyrir whiskyið sé ég þegar ég skoða strimilinn.

veitingahús
Athugasemdir

Sirry - 26/01/04 10:37 #

Það tekur 20 mínútur að baka kökuna :C) En gott að þið skemmtuð ykkur vel alltaf gaman að fara svona út að borða og hafa það næs.

Sirrý

Gyða - 27/01/04 09:22 #

ÉG sagði það einmitt við Matta að þeir gætu kannski platað karlmann og sagt að kakan tæki svona langan tíma en ég hef oft bakað súkkulaði köku og það tekur sko ekki langan tíma :-) En þetta var mjög fínt og kakan rosalega góð vel þess virði að bíða eftir henni. Gyða

Sirry - 27/01/04 10:47 #

Hvað tók þetta langan tíma eginlega ? ÉG veit að pabbi er með svona súkkulaðikökur sem er fljótandi í miðjuni og þær eru 20 mín í ofninum ég var með þannig á gamlárskvöld.

Gyða - 27/01/04 11:12 #

við biðum í ca 40 mín eftir kökunni allavegana kvartaði ég eftir rúml. hálftíma bið og svo kom kakan einhverju seinna. Gyða