Örvitinn

Stóri hvellur er snilldarverk

Fjandakornið, gott ef Stóri hvellur hans Dr. Gunna er ekki bara einhver skemmtilegasta plata sem ég eignast í langan tíma. Búinn að hlusta á hana alltof oft síðustu daga en fæ ekki nóg, frábær lög og skemmtilegir textar. Í augnablikinu eru lögin fyrir hundrað árum og eftir hundrað ár í uppáhaldi. Þetta minnir mig dstundum á þegar ég var að hlusta á Dead Kennedys í gamla daga - veit ekki af hverju, þetta er ekki beinlínis líkt.

Mæli með þessum grip, fæst fyrir minna en fimmtán hundruð krónur í Blómaval eða Hagkaup þessa dagana.

tónlist
Athugasemdir

Óli Gneisti - 31/01/04 01:44 #

Alveg hárrétt hjá þér, þessi plata er frábær og þá sérstaklega 100 ár lögin. Man að ég þegar ég byrjaði að heyra lögin af plötunni spiluð þá hugsaði ég að þetta væru nú svoltið skondin lög en eftir að hafa keypt Hvellinn þá sé ég að þetta er alveg brill.

Ingi Fjalar - 31/01/04 10:11 #

Kemur á óvart, þ.e.a.s. að þú hafir hlustað á Dead Kennedys. Nú verður Frankenstein tekin fram og spiluð.

Kveðja frá Noregi Ingi

Matti Á. - 31/01/04 11:36 #

Frankenchrist með Dead Kennedy er frábær plata, fyrsti diskurinn sem ég eignaðist með þeim - held ég taki hann fram líka. Ég verð að passa mig að ofspila ekki Stóra hvell.

Mér fannst lagið Hómó sapiens mjög skemmtilegt þegar ég heyrði það í útvarpinu, textinn höfðaði rosalega vel til mín, en ég átti ekki von á að platan væri svona helvíti fín í gegn.

Birgir Baldursson - 02/02/04 18:32 #

Ég kann vel við tómhyggjuna sem oft örlar á í textum doktorsins. Titillagið ornar átlúkki mínu á lífið og það gerir texti lagsins Geimryk af seinni breiðskífu Ununar, Ótta, líka.

Skömmu fyrir jól tók ég sendibíl með hljóðfæri og á leiðinni spjölluðum við bílstjórinn um tónlist. Í miðjum klíðum var lagið Homo Sapiens leikið í útvarpinu. Eftir svona mínútu slökkti bílstjórinn á útvarpstækinu með þeim orðum að svona tónlist væri til þess eins fallin að láta kýrnar missa nytina. Sennilega hefur hann rétt fyrir sér.

Ég er ekki kýr og á enn eftir að ná mér í þennan grip. Ætli ég láti það bíða mikið lengur.