Örvitinn

Hilmir snýr aftur

Í dag fórum ég, Gyða og Áróra loksins að sjá Hilmir snýr aftur. Hinar tvær myndirnar sá ég á forsýningu en er eflaust meðal síðustu landsmanna til að sjá þessa.

Svosem lítið um myndina að segja, ágætt bíó - meira af því sama og í fyrri myndum. Mikill bardagi undirbúinn, allt að fara til andskotans þangað til liðsauki berst á síðustu stundu - jú, ég held ég hafi séð þetta í mynd númer tvö. Ég hjó eftir því að þeir tóku sér dágóða stund í að enda blessaða myndina, en þeir eru svosem að enda þær allar þrjár.

Fórum í lúxussalinn í Smárabíó, maður leyfir sér það við sérstök tilefni. Ekkert nema gott um það að segja, unglingurinn fyrir aftan Gyðu var reyndar að fara á taugum síðustu fimmtán mínúturnar og stappaði fótum eins og hann ætti lífið að leysa.

Þó ég hafi ekki verið neitt rosalega hrifinn af þessari mynd hlakka ég til að sjá extended útgáfuna.

kvikmyndir