Örvitinn

Beyglur

beygla

Í tilefni afkomutalna var boðið upp á beyglur í vinnunni í morgun, ég mætti seint og missti af því en er búinn að vera að éta afganga í allan dag. Þetta eru reyndar ekki nema tvær og hálf beygla allt í allt en virkar frekar mikið þegar maður telur þetta saman. Ég er ekki frá því að mér finnist beyglur dálítið góðar. Veit ekkert hvaðan þessar komu eða með hverju þær voru nákvæmlega en þarf að fara að kíkja á þessa beyglustaði sem eru komnir í Reykjavík og sjá hvað þeir bjóða upp á.

Úr matardagbókinni:

  • 09:30 - hafragrautur með léttmjólk
  • 11:30 - beygla með skinku og grænmeti
  • 13:10 - 3/4 af beyglu með ýmsu áleggi
  • 15:00 - 1/4 af beyglu með einhverju áleggi
  • 16:00 - 1/4 af beyglu með einhverju áleggi
  • 16:40 - 1/4 af beyglu með einhverju áleggi
Þetta er ekki til fyrirmyndar :-|

matur
Athugasemdir

sirry - 07/02/04 22:32 #

Hér er ein hugmynd að Beyglu Beygla sætt sinnep kotasæla álegg t.d kjúklingaálegg rauðlaukur og paprika. Annars setur maður bara það sem manni langar á og borðar.