Örvitinn

Keilufyllerí og Celtic Cross

Fór á smá skrall með vinnufélögum í gærkvöldi, hittumst um átta, drukkum bjór og horfðum á Family Guy. Rúmlega níu röltum við yfir í keilusalinn í Mjódd og drukkum meiri bjór milli þess sem spiluðum keilu. Ég var að spila miðað við getu sem er ekkert alltof mikil - það er samt helvíti gaman að þessu.

Eftir keilu var svo kíkt aftur í vinnuna og meiri bjór drukkinn og glápt á fleiri Family Guy þætti. Um eitt kíktu svo flestir í bæinn, fórum á Celtic Cross og sátum þar eitthvað frameftir. Ég var að komast að því í gærkvöldi að það er kjallari á Celtic Cross - svona þekkir maður næturlífið vel! Það voru einhverjir tveir gaurar að spila og stóðu sig ágætlega, virtust a.m.k. vera með nokkuð mörg lög á hreinu og voru ekki að spila sömu lögin aftur og aftur, og þó, kannski var ég bara svo drukkinn að það fór framhjá mér. Stemmingin var ágæt og flestir voru vinalegir - ekkert lið að leita að veseni.

Ég var kominn heim um hálf fimm - er búinn að vera ósköp þreyttur í dag en að mestu laus við þynnku.

dagbók