Örvitinn

Ferðatölvuviðgerð

Í gær gerði ég tilraun til að laga ferðavélina - en það var ekki nokkur leið að kveikja á henni. Ég hef reyndar aldrei kunnað að laga tölvuhluti þannig talað - aftur á móti virkar yfirleitt að taka hlutina í sundur og setja þá aftur saman. Finna bilaða partinn með útilokunaraðferðinni.

Þannig að í gær tók ég ferðavélina í sundur, reyndar gekk ég ekki jafn langt og ég hafði hugsað mér þar sem ég fann ekki minnsta stjörnuskrúfjárnið mitt. Þegar ég var búinn að opna vélina fann ég í henni tvær lausar skrúfur. Ég setti vélina svo saman aftur og viti menn, hún virkar betur, það er a.m.k. hægt að kveikja á henni og mér sýnist rafhlaðan vera að hlaðast.

Þetta er þó ekki alveg í höfn hjá mér, því panellinn með power takkanum er ekki alveg nógu vel tengdur hjá mér og til að kveikja á vélinni þarf ég að lyfta honum upp. Ef ég geng frá honum og skrúfa hann fastan virkar power takkinn ekki. En, eins og ég segi, þá virkar vélin betur núna en áður.

ferðatölvan í aðgerð
tölvuvesen