Örvitinn

Morð á morð ofan

Merkilegt með gúrkutíðina, hér eru engir merkilegir glæpir framdir svo vikum skiptir en svo allt í einu - bamm. Líkfundur á Neskaupsstað sama dag og kona gefur sig fram vegna morðs í Kópavogi fyrir tveimur árum. Hvernig stendur á þessu, eru þessi morð tengd - getur þetta verið tilviljun? Standa feministar á bak við þetta? Er hægt að útiloka það? Getur þú sannað að svo sé ekki? Ég meina, maður er myrtur - kona gefur sig fram vegna morðs. Mér finnst þetta borðliggjandi.

Spáið samt í því hversu óheppnir morðingjarnir fyrir austan eru - dömpa líkinu í höfnina, fullvissir um að þar mun það liggja í töluverðan tíma, en nokkrum dögum seinna finnur kafari það fyrir tilviljun. Þetta hefðu menn ekki geta sagt sér. Kenningar um að þarna hafi Impreglio verið að losa sig við óþægan starfskraft heyrast frá vinstri ;-) - ég giska á að hér hafi bæjarbullurnar verið að berja einhvern útlending en gengið aðeins of langt í þetta skiptið, við vitum að það er sport að berja utanbæjarfólk í krummaskuðum.

Það verður spennandi að sjá hvað gerist. Einhverjir munu eflaust hneykslast á svona tali, að það sé spennandi að fylgjast með framvindu morðrannsóknar. Hugsanlega sama fólk og hneykslast á lýtalækningum í sjónvarpi, en mér er nokk sama, þetta er áhugavert.

Ég bíð spenntur eftir að miðlarnir tjái sig. Hversu langt er þar til Stöð2 eða DV taka viðtal við einhvern rugludallinn sem þykist vita eitthvað um málið en þagnar svo (eða ekki) þegar í ljós kemur að hann hafði algjörlega rangt fyrir sér.

Ýmislegt
Athugasemdir

sirry - 12/02/04 10:45 #

Hefur þú einhver dæmi um að miðlar hafi haft rangt fyrir sér í svona dæmum ? En annars finnst mér voðalega sorglegt að svona lagað skuli gerast á okkar litla "saklausa" landi en það verður spennandi að fylgjast með gangi mála í rannsókninni.

Matti Á. - 12/02/04 10:49 #

Ég vísa á eitt dæmi hér fyrir ofan, sjá linkinn "miðlarnir".

Matti Á. - 13/02/04 11:53 #

DV svíkur ekki og birtir í dag viðtal við miðil sem tjáir sig um morðið fyrir austan. Óli Gneisti skrifaði Vantrúargrein um málið, tékkið á henni.

sirry - 13/02/04 14:43 #

Já mér fannst þetta soltið skondið að sjá þetta með Hollendingin verður spennadi að fylgjast með hvort þetta reynist rétt.

Ljóskan - 13/02/04 14:54 #

segðu mér eitt hvernig er það trúir trúleysingi ekki á neitt nema sjálfan sig og það sem stendur fyrir framan hann eða ert það bara þú ? Ég hélt fyrst að þú tryðir bara ekki á Jesú og Guð, æji stundum er gott að vera ljóshærður :C)

Matti Á. - 13/02/04 14:57 #

Ætli það sé ekki bara einfaldast að segja að ég sé mekanisti.

Mekanisminn er kenningin um hið náttúrulega, að allt í heiminum lúti vélgengum náttúrulögmálum og þau nægi til að skýra allt sem er. Innifalið í þessu er sú krafa að allar lífverur hafi efniskenndan líkama sem samræmist genamengi foreldranna og að án réttrar gerðar af heilabúi fái engin mannleg meðvitund þrifist.

Ég efast semsagt um miklu fleira en bara Gvuð og Jesú.

Birgir Baldursson - 13/02/04 17:13 #

Reynist þetta rétt ber lögreglu að stinga miðlinum í gæsluvarðhald en ekki verðlauna hann.

Sirry - 20/02/04 08:53 #

Jæja þá er komið í ljós að miðillin hafði rangt fyrir sér varðandi þjóðerni mannsins en eitt er ég viss um sko er að hann hefur örugglega komið til Hollands kannski jafn vel sótt dópið þangað hver veit :C)