Örvitinn

Kviðmágar

Í kvöld verður fundur hjá kvenfélaginu. Ég er samt að spá í að kalla félagið hér eftir kviðmágafélagið eða einfaldlega kviðmágar. Þá væri líka auðveldara að samþykkja nýja meðlimi og klúbburinn gæti stækkað út í hið óendanlega - ekki að það sé markmiðið.

Skáldið Dr. Gunni orti nýlega þessa fallegu vísu.

Heimsk ást
mann fram að manni eins órar
Heimsk ást
við erum allir kviðmágar
Það er við hæfi að taka diskinn með í kvöld og spila þetta lag á repeat yfir borðhaldi.

Ég held að íslendingar eigi að leggja meiri rækt við kvigmága sína, ber er sér að baki nema kviðmág eigi gæti máltakið sagt. Í kvöld mun ég skála með nokkrum kviðmágum mínum þar til við missum rænu en vonandi ekki saur. Ég spái samt blússandi drullu um ellefu leytið, það fer vonandi snyrtilega fram.

14.02.04 18:40

Í gærkvöldi kom í ljós að rétt prósenta er 83.33% og leiðréttist það hérmeð.

Þess skal getið að ekki eru allir sem mæta í kvöld kviðmágar mínir, einungis 66.66%83.33% þáttakenda falla í þann flokk. Auk þess skal tekið fram að um gamlar syndir er að ræða í öllum tilvikum og yngstu kviðmágatengslin eru meira en tíu ára gömul.

Ýmislegt
Athugasemdir

Ljóskan - 13/02/04 14:41 #

Hvað er að vera kviðmágur ??

Matti Á. - 13/02/04 14:44 #

Kviðmágar hafa sofið hjá sömu konunni.

ljóskan - 13/02/04 15:26 #

Humm og hver er þessi kona sem allir hafa sofið hjá ? eða eru þið kannski bara 5 og þrír hafa sofið hjá henni :)

Matti Á. - 13/02/04 15:33 #

Reyndar erum við ekki allir kviðmágar heldur eru 66% þeirra kviðmágar mínir. Ekki er um að ræða sömu konuna í öllum tilvikum. Af sex sem mæta í kvöld fyrir utan mig eru fjórir kviðmágar mínir. Hinir eru í skápnum - eða afneitun :-P

En þetta var nú meira en þú þurftir að vita ;-)

Davíð - 13/02/04 15:44 #

hehehehehehe

...ég man ekki neitt.... er ég í þessum hópi?

Matti Á. - 13/02/04 15:52 #

lol, já Davíð minn, ræðum það betur í kvöld :-)

Davíð - 13/02/04 15:59 #

ok..... Held samt að ég viti það nú...... Svona þegar ég fer að hugsa það betur.....SHITT!!!

Matti Á. - 13/02/04 16:42 #

Engin ástæða til að blóta því, þetta var allt saman mjög fallegt og skemmtilegt :-P