Örvitinn

Snilldarkvöld

Kviđmágakvöldiđ heppnađist stórvel, Regin bauđ upp á dásamlegan mat og ég át á mig gat.

Ég kíkti í Sporthúsiđ rétt rúmlega fimm í gćr og rölti svo til Regins međ viđkomu í ríkinu, var mćttur til hans um sjö, strákarnir komu svo um átta, hálf níu nema Einar sem mćtti ekki. Stemmingin var stórfín - viđ sátum, drukkum og spjölluđum langt fram á nótt. Ekkert bćjarferđarrugl í gangi - djöfull er miklu skemmtilegra ađ sitja bara og spjalla í heimahúsi heldur en ađ ráfa eitthvađ um í bćnum.

Ég rćddi loks viđ einn vin minn um óljósar kjaftasögur sem ég hafđi heyrt um hann fyrir nokkru- hans hliđ á málinu var allt önnur og ég er sáttur - enda meikar hans saga sens en hin ekki. Magnađ hvađ svona kjaftasögur geta veriđ leiđinlegar og ósanngjarnar - en mađur stoppar fólk ekki í ţví ađ breiđa ţćr út, ţví er nú ver og miđur.

Um fjögur rölti ég heim, nennti ţví nú engan vegin og ćtlađi ađ hringja á leigubíl á miđri leiđ en hafđi ţá gleymt gemsanum hjá Regin - hafđi gott af göngutúrnum ţegar allt kom til alls.

Var ekkert sérstaklega ţunnur í dag, viđ fórum í hádegiskaffi til tengdó og ţar var ég stćrtan hluta dagsins. Fór í inniboltann klukkan fimm og svitnađi hressilega. Gyđa fór í bíó međ Kötu vinkonu sinni núna rétt áđan, ég sit hér heima og hangi í tölvunni og horfi kannski eitthvađ á imbann - ţađ er líka ágćtt ađ gera ekki neitt.

dagbók