Örvitinn

Austurlandahraðlestin

Við fórum á takeout staðinn Austurlanda hraðlestin í kvöld og náðum okkur í mat.

Þessi staður tengist Austur Indía fjelaginu sem er einn af mínum uppáhaldsveitingastöðum og flestir réttirnar sem eru í boði á Hraðlestinni voru áður á matseðli Austur Indíafjelagsins.

Við fengum okkur þrjá rétti. Blandað grænmeti, kjúkling Vindaloo og kjúkling „65“. Með þessu fengum við okkur nan brauð, raitha og hrísgrjón.

Þetta var að sjálfsögðu hrikalega gott, kjúklingur „65“ er mildur og góður réttur, kjúklingurinn er fallega rauður. Grænmetisrétturinn var líka mildur og góður. Vindaloo kjúklingurinn var rosalega góður og vel sterkur.

En toppurinn á þessu öllu er nan brauðið, nan brauðið á Hraðlestinni og Austur Indía fjelaginu er alveg hrikalega gott, syndsamlegt. Ég held ég gæti borðað mig saddan af nan brauðinu eintómu. Fengum okkur bæði venjulegt nan brauð með smjöri og hvítlauks nanbrauð. Mér finnst hvítlauksbrauðið betra.

Þetta er ekki mjög ódýr staður, við borgðum rúmlega fimm þúsund krónur fyrir matinn í kvöld, en þetta er alveg ógeðslega gott.

veitingahús